Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 42
26 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Sigurður Fannar Guðmundsson Sölumaður [+354] 897 5930 siggifannar@domusnova.is siggifannar.domusnova.is Ágætu viðskiptavinir / kaupendur og seljendur það er mér sönn ánægja að tilkynna ykkur að ég hef hafið störf á Domusnova fasteignasölu... Við seljum fyrir þig ! Hringdu í 897 5930 Turninum 12 hæð - Smáratorgi 3 - 201 Kópavogi - Axel Axelsson - Löggiltur fasteignasali - www.domusnova.is Enska úrvalsdeildin Arsenal - West Ham 1-0 1-0 Alexandre Song (88.) Blackburn - Chelsea 1-2 1-0 Benjani (22.), 1-1 Nicolas Anelka (39.), 1-2 Branislav Ivanovic (83.) Everton - Stoke 1-0 1-0 Aiyegbeni Yakubu (67.) Fulham - Wigan 2-0 1-0 Clint Dempsey (30.), 2-0 Dempsey (44.). Wolves - Man City 2-1 0-1 Emmanuel Adebayor, víti (23.), 1-1 Nenad Milijas (30.), 2-1 David Edwards (57.) Manchester United-Tottenham 2-0 1-0 Nemanja Vidic (30.), 2-0 Nani (84.) Aston Villa - Birmingham 0-0 Newcastle - Sunderland 5-1 1-0 Kevin Nolan (26.), 2-0 Nolan (34.), 3-0 Shola Ameobi, víti (45.+3), 4-0 Ameobi (70.), 5-0 Nolan (75.), 5-1 Darren Bent (90.) Bolton - Liverpool 0-1 0-1 Maxi Rodriguez (86.) Iceland Express kvenna Snæfell-Fjölnir 66-50 (36-26) Stigahæstar: Sade Logan 20, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11 - Bergþóra Holton Tómasdóttir 15, Inga Buzoka 10. Hamar-KR 79-76 (42-36) Stigahæstar: Jaleesa Butler 28 (20 frá.), Kristrún Sigurjónsd. 19, Slavica Dimovska 17 (6 stoðs.), Fanney Lind Guðmundsd. 9 - Margrét Kara Sturlud. 28 (8 frák./6 stoðs.), Hildur Sigurðard. 24 (8 frák./5 stoð.), Guðrún Gróa Þorsteinsd. 10. Keflavík-Haukar 79-49 (40-23) Stigahæstar: Bryndís Guðmundsdóttir 18 (8 frák./5 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 15, Pálína Gunnlaugsdóttir 14, Jacquline Adamshick 14(10 fráköst/5 stolnir) - Íris Sverrisdóttir 11, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8. HM áhugamanna í golfi Íslenska karlalandsliðið i golfi endaði í 19. á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem lauk í Argentínu í gær. Hlynur Geir Hjartarson lék lokadaginn á 78 höggum eða 6 yfir pari, Ólafur Björn Loftsson lék á 76 höggum eða 4 yfir pari og Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 84 höggum eða 12 yfir pari. ÚRSLITIN FÓTBOLTI Annað mark Manchester United gegn Tottenham um helg- ina er mikið í umræðunni og skyldi engan undra. Heurelho Gomes, markvörður Tottenham, hélt að hans lið ætti aukaspyrnu og setti boltann niður. Portúgalski vængmaðurinn Nani var fljótur að átta sig og skoraði í óvarið markið. Skömmu áður hafði Nani fallið í teignum án þess að dómarinn Mark Clattenburg hafði dæmt vítaspyrnu. Knötturinn fór síðan í hendina á Nani svo aðstoðardóm- arinn flaggaði. Clattenburg huns- aði þennan aðstoðarmann sinn og dæmdi ekkert þó að Gomes hefði haldið annað. „Tottenham-menn voru alls ekki sáttir og það er kannski skiljan- legt,“ sagði Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United, eftir leikinn sem hans menn unnu 2-0. „En það var rétt hjá Nani að skora. Ef hann hefði ekki gert það hefði hann fengið að heyra það frá stjóranum og samherjum sínum.“ Á vefsíðu breska blaðsins The Sun var gerð könnun meðal lesenda hvort þeir teldu að Clattenburg hefði gert rétt í þessu umtalaða atviki. Um 65% lesenda stóðu með dómaranum. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er ekki sammála þeim. „Clattenburg er góður dóm- ari en þetta var farsakenndur skrípaleikur. Þetta var hneyksli. Við vorum samt að tapa þessum leik þegar atvikið gerðist og ég ætla ekki að nota það sem afsök- un fyrir að við fengum ekkert úr leiknum,“ sagði Redknapp. Carlo Ancelotti, knattspyrnu- stjóri Chelsea, getur leyft sér að brosa eftir helgina enda held- ur hans lið forystu sinni á toppi deildar innar. Hann var hreinskilinn eftir sig- urinn gegn Blackburn og sagði að hann hefði verið hrein heppni. „Við vorum alls ekki góðir en sigurinn var verulega góður. Blackburn var einfaldlega betra liðið, komst yfir og hefði getað gert út um leikinn. En heppnin var einfaldlega á okkar bandi. Yury Zhirkov var að mínu mati maður- inn sem skildi milli liðanna, hann var frábær í þessum leik,“ sagði Ancelotti. - egm Man. United innsiglaði sigur sinn á Tottenham með furðumarki og Harry Redknapp var ekki sáttur í leikslok: Farsakenndur skrípaleikur og hneyksli FURÐUMARK Nani fagnar marki sínu en Heurelho Gomes mótmælir harðlega. FÓTBOLTI Hoffenheim gerði sér lítið fyrir og lagði Hannover 4-0 í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera góða hluti en þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði Hoffen- heim. Hann skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, það seinna úr víta- spyrnu, áður en hann lagði svo upp þriðja markið. „Þetta gekk mjög vel og að ná að vinna svona sterkt lið 4-0 er verulega jákvætt,“ sagði Gylfi eftir leikinn en hann reiknar að sjálfsögðu með því að halda sæti sínu í byrjunarliðinu. „Þjálfarinn fer ekki að breyta liðinu held ég eftir þennan leik. Þetta var samt ekki besti leik- ur sem ég hef spilað. Við vorum nokkuð lengi í gang en við lifn- uðum við í lok fyrri hálfleiks og vorum svo mikið betri í seinni hálfleikknum. Fyrir utan mörkin tvö og stoðsendinguna var þetta ekkert minn besti leikur.“ Gylfi hefur nú skorað fjögur deildarmörk fyrir Hoffenheim, sem situr nú í þriðja sætinu, sjö stigum á eftir Dortmund sem er á toppnum. „Þetta er mjög sterk deild og allir leikir eru erfiðir. Það hefur aðeins komið mér á óvart hve margir áhorfendur eru á leikjunum. Þetta er allt saman mjög stórt og mikil stemning í kring- um þetta,“ sagði Gylfi. Hann telur að Hoffenheim geti verið í toppbarátt- unni í allan vetur. „Byrjunin var erfið en vonandi munum við halda áfram að klifra upp töfl- una. Við eigum Hamborg á úti- velli næst og við verðum bara að spila eins og við gerðum í dag.“ Slæm byrjun stórliðs Bayern München hefur vakið athygli en liðið er aðeins í sjöunda sæti. „ Þ eir eru með of gott lið til að vera í einhverju bulli í allan vetur. Þeir munu fara í gang býst ég við,“ sagði Gylfi Þór. elvargeir@frettabladid.is Breytir varla liðinu núna Gylfi Þór Sigurðsson var funheitur í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Hoffen- heim og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri á Hannover. FÓTBOLTI Maxi Rodriguez tryggði Liverpool sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær með því að skora eina mark leiksins fjórum mínút- um fyrir leikslok. Argentínumaðurinn skaut þar með liði sínu úr fallsæti. New- castle var lið dagsins eftir 5-1 sigur á nágrönnum sínum í Sunderland þar sem fyrirliðinn Kevin Nolan var með þrennu. Liverpool endaði næstum því mán- aðardvöl sína í fallsæti og vann sinn fyrsta útileik síðan í apríl þegar liðið sótti Grétar Rafn Steinsson og félaga í Bolton heim í gær. Fernando Torres lagði upp sigurmarkið fyrir Maxi Rodriguez á 86. mínútu og hefur því verið maðurinn á bak við sigurmörk liðsins í síðustu tveimur leikjum. Maxi potaði boltanum inn með tánni og sá til þess að Liverpool er komið upp í 12. sæti og er nú aðeins þremur stigum á eftir Tottenham. „Það er ánægjulegt að sjá í smá ljósglætu í enda ganganna. Það er of snemmt að missa sig í bjartsýni en við erum búnir að taka skref í rétta átt,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool, eftir leikinn. Newcastle fór illa með nágranna sína í Sunder- land og vann stærsta sigurinn í norðaustur- slagnum í 54 ár. Kevin Nolan skoraði þrennu í 5-1 sigri og Shola Amoebi skor- aði hin tvö. Newcastle komst í 3-0 í fyrri hálfleik og var síðan manni fleiri síðustu 37 mínúturnar eftir að Titus Bramble fékk rautt spjald. „Þetta var yndisleg frammistaða hjá öllu liðinu. Þetta er búin að vera erfið vika en hún endaði á frábærum degi,“ sagði Chris Hughton, stjóri Newcastle. Einhverjir enskir fjölmiðlar vildu meina það í vikunni að Hughton yrði rekinn á næstunni en þessi úrslit ættu að styrkja stöðu hans. „Ég er vissulega ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna en ég er sérstak- lega ánægður fyrir hönd Chris, sem á þennan sigur skilinn eftir það sem hann þurfti að ganga í gegnum í vikunni,“ sagði Kevin Nolan. - óój Newcastle fór illa með nágranna sína í Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gær: Maxi skaut Liverpool úr fallsæti FÓTBOLTI Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir urðu bikarmeistarar saman í fjórða sinn á fimm árum í gær þegar lið þeirra Örebro vann 4-1 sigur á Guðbjörgu Gunnarsdóttur og félögum Djurgården í bikar- úrslitaleiknum í Svíþjóð. Þetta var fyrsti titill kvennaliðs Örebro. Edda og Ólína léku báðar allan úrslitaleikinn eins og þær gerðu líka þegar þær unnu bikarinn með Breiðabliki 2005 og með KR 2007 og 2008. - óój Sænski kvennafótboltinn: Edda og Ólína unnu bikarinn BIKARMEISTARAR Edda Garðarsdóttir og Ólína Viðarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FÓTBOLTI Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson gerði 3 ára saming við Val í gær og er þar með fjórði leikmaðurinn á stuttum tíma sem gengur til liðs við Hlíðar- endafélagið. Áður höfðu þeir Guðjón Lýðs- son (Haukum), Halldór Kr. Halldórsson (Leikni) og Andri Fannar Stefánsson (KA) samið við Val. Sigurbjörn Hreiðarsson framlengdi einnig samning sinn við Val um tvö ár. - óój Pepsi-deild karla í fótbolta: Hörður í Val Leikirnir með Hoffenheim Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað 4 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum með Hoffenheim í þýsku úrvals- deildinni. Leikir Gylfa með Hoffenheim 2010-11: Schalke (2-0 sigur) Varamaður á 77. mín. Kaiserslautern (2-2) Varamaður á 77. mín 1 mark Köln (1-1) Varamaður á 46. mín Mainz (2-4 tap) Varamaður á 60. mín 1 mark Dortmund (1-1) Varamaður á 46. mín Hannover(4-0 sigur) Í byrjunarliðinu 2 mörk FÓTBOLTI Guðmundur Benedikts- son verður hluti af þjálfarateymi Ólafs Kristjánssonar hjá Íslands- meisturum Breiðabliks næsta sumar en hann mun einnig koma að þjálfun í öðrum, þriðja og fjórða flokki karla hjá félaginu. Þetta kom fram á fotbolti.net í gærkvöldi. Guðmundur fékk sína fyrstu reynslu af meistaraflokksþjálfun í sumar þegar hann þjálfaði lið Selfoss en eftir að liðið féll ákvað Selfoss að nýta sér uppsagnar- ákvæði í samningi Guðmundar. - óój Pepsi-deild karla í fótbolta: Gummi Ben til Breiðabliks GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON Á leið í Kópavoginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON N O R D IC PH O TO S/ A FP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.