Freyja - 01.02.1903, Síða 12

Freyja - 01.02.1903, Síða 12
Kínverjar og Bandaríkjamenn. {Kiðurlag frá nr. 4.)' Kínverskir foreldrar segja alvarlega við bðrn sfn, ,Það er skyfda ykkar að hlýða okkur'. Araeríkanskir foreldirar segja? ,Við verðum reið ef þið hlýðið ekki,. og svo fáið þið engar sykur-plommur1. Hvorttvcggjiu aðferðin heftr sína kosti og lesti. Araeríkanska aðferðin er frjálslegri og samkvæm stjórnarstefnu þeirra,, en kínverska aðferöin renur hörnin á meiri hæversku og undirgefni. Virðing fyrir hinum eldri er eitt af frumreglum þeiin er heimspekingurinn Confucíus kenndi. Vér álítunn óhlýðni barna við foreldra sína synd. Skyidurof að annast þau ekki í ellinni. Hví skyldu líka foreldrarnir eiga börn, ef ekki til að annast þau, þá þau verða gömuí og lúinf í Kína eru foreldrarnir svo réttháir að sonurinn má þá ekki yfirgefa fyrir eiginkonu sína. Þess vegna þyk- ir oss meira Varið í að eignast sonu en dætur. Sonurinn er stoð og stytta heimilisins. Þegar dóttirin giftist, tilheyrir hún ekki lengur foreldrura sínum, heldur manni sínum og foreldrum hans. Sonurinn er kyr hjá foreidrum sínum og álítur það siðferðislega skyldu að annast þau. í Kína er það skoðuð ógæfa mikil að eiga engin börn, og því fleiri börn, því betra. I Ameríku ætla feg þetta öfugt. Hfer í Ameríku er sagt- að einir foreldrar geti framfleitt tíu börnum, en tíu börn geti elcki söð fyrir foreldrum sínum, Einu sinni heyrði feg ameríkönsk hjón segja, að það væri sjálfsögð skylda foreldranna að annast börn sín af þeirri á- stæðu, að foreldrarnir gæfu þeim tilveru án barnanna samþykkis. En börnin væru ekki skyldug að annast foreldrana af sömu ástæðu. Eg fæ ekki betur sfeð en að slíkt kollvarpaði öllu þjóðffclagslegu fyrirkomulagi. Það virðist eðlilegast að hfer sfe samfara ástríki og skylda foreldanna til barnanna og barnanna til foreldra sinna. Þegar faðirinn tekur frum- burð sinn í faðm sfer, hitnar honum ósjálfrátt um hjartaræturnar af þeirri tilhugsun, að þessi litla vera, sem er hold af hans holdi og bein af hans beinum, eigi að bera nafn hans og halda uppi heiðri ættar hans. Hann langar innilega til að annast það og veita því allt hið bezta, sem hann megnar. Hvað er eðlilegra en að slíkt ástríki veki samsvarandi tilftnningar 1 hjarta barnsins—löngun til að endurgjalda slíka umhyggju. Eg hefí að eins minnst á þau atriði er mfer þykir mest um vert, af því, sem fyrir augu mín heflr borið á þessum þriggja ára tlma er fcg heft dvalið í Ameríku. Það gæti verið gagnlegt fyrir þessar þjóðir að bera sig saman meira og oftar en gjört er, þar sem önnur er hin frjálslynd- asta og framgjarnasta þjóð í heimi, en hin fastheldin og gamaldags. Vera má að heppilegast fyrir báða málsaðila yrði millivegurinn.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.