Freyja - 01.02.1903, Side 38

Freyja - 01.02.1903, Side 38
110 ars er blaðið allt gott að undantekrmm kjötvísum og þ. h. sem vel hefði xnátt missast þaðan. —Crestur Pálson: Nú er útkomið fyrsta heftið af ritverkum Gests heit- ins Pálssonar. Þessi hók er að stærð 240 bl. í 8 blaða broti. Innihaldið er Mynd af höf. Formáli, Efnisyflrlit, 6?estur Pálsson (æfisögu-ágrip). Þá eru I. Kvæði, II. Sögur, III. Fyririestrar, TY. Þýðingar, og V. Rit- gerðir. Bókin er vel prentuð eftir því sem maður á hér að venjast, let- ur skíi't, hreint og stórt, Nokkrar prentvillur höfurii vér rekist á, en engar skaðlcgar. Pappírinn er að minnsta kosti þrílitúr og þó hann se all góður, eru þetta lýti eigi lítil. Auk þess cr innflstingin slæm, kjöj- urinn er allt að því þriðjungi þykkri en hann þymi og ætti að vera. Án alls tillits til fi'ágangsins á bókinni ættu íslendingar að kaupa hana og allt ritverk þess manns sem glöggast sá galla þjóðar sinnar og sárast fann til af böli hennar. Um val og niðurröðun á efni þessa heftis geta orðið deildar skoðan- in. Mörgum hefði máske þótt skemmtilegra að fá ljóðin öll út af fyrir sig, sögurnar allar í einu lagi o. s. frv. Vera iná að síðar minnumst vér meira á þetta hefti. —Farmers Advocate gaf út eitt hið allra fallegasta jólablað af enskum blöðuin er Freyju hafa borist á þessum vetri. Auk síns vanalega inni- halds um búnað var það fullt af skemmtilegum smá sögum og kvæð- um með fallegum myndum, sem allt átti skylt við barnahátíðina ,,jól- in“. Á fremstu blaðsíðunni í því númeri er ljómandi kvæði eftr Robert Elliott, sérstaklega ort fyrir þetta jólablað, það er skáldleg lýsing af sumarfegurðinni í Manitoba,þegar akrarnir eru í blóma og gulllitu hveiti stengurnar iða í sumargolunni líkt og bylgjur á vatni í hægu veðri upp- ljómaðar af dýrð kvöldsólarinnar. Farmers Advocate er eitt af beztu bænda blöðum í Canada. —BALDUR heitb' vikublað sem byrjað er að koma út á Gimli í Nýja- íslandi. Blað þetta á að fjalla um búnað. Meðal Vestur-ísl. er rúm fyrir gott búnaðarblað og fylli Baldur það rúm, verður hann þarfur gestur, cins og vænta má af útgef. hans, sem oftir sögn Free Press eru þeir J.P. Sólmundsson Unítaraprestur og lierra Guðni Thorsteinsson á Gimli. —í jólablaði Frcyju hefir þessi prentvilla orðið á 46. bl. 1.1. í vísunni um Tunglið, þar er már á að vera nár. í kvæðinu Kristín 1.1. er og mannst, á að vera manst. — S. B. Benedictsson biður Freyju að leiðrétta slæma villu í Alma- naki hans fyrir 1905 á 4. bl. í auglýsingu um lampa. Þar stendur angei. lampi, á að vera angle lampi. Þeir sem kynnu að vilja kaupa þeiniji / ágæta lampa eru vinsamlega beðnir að gæta að þessu. —Áframhald af' borgunarlistanum verður í næsta númeri Fre

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.