Sameiningin - 01.09.1958, Blaðsíða 4
2
Sameiningin
þakka Guði fyrir fjölskyldu- og vináttuböndin, sem tengja
hjarta við hjarta og hönd við hönd. Hversu óbærilegt er
ekki lífið þeim sem eru sjúkir, ef þeir eiga ekki einhverja að,
sem annast þá; þeim sem eru einmana, ef þeir eiga ekki
styrka hönd, sem styður þá; þeim sem eru hrjáðir og hug-
sjúkir, ef ekki er einhver nærstaddur sem skilur, hug-
hreystir og vottar samúð?
Enskur rithöfundur skrifaði eitt sinn einkennilega rit-
gerð, þar sem hann gerir sér í hugarlund, að ef til vill eigi
það fyrir sér að liggja að fæðast á ný inn í þennan heim.
Telur hann, að ef svo fari muni næsta ólíklegt, að hann fái
aftur að njóta hinnar kristnu siðmenningar, sem hann hafði
notið á þessu æviskeiði. Eins líklegt er, segir hann, að ég
muni þá fæðast sem Hindúi, eða Kínverji, eða búskmaður
í Afríku. Höfum við nokkurntíma hugsað út í þetta? Hvað
höfum við til þess unnið að vera fædd til þæginda og lífs-
láns, sem miklum hluta mannkynsins virðist neitað um?
En þeim sem mikið er gefið ber að þakka.
„Blessa þú Drottinn, sála mín, og gleym ekki öllum
velgjörðum hans,“ segir sálmaskáldið forna. Hann virðist
ekki gera ráð fyrir að við getum munað eftir öllum vel-
gjörðum Drottins, en hann áminnir okkur um að gleyma
þeim ekki öllum. En af velgjörðum Drottins hættir okkur
flestum mest til að gleyma þeim, sem mest eru verðar, en
það eru hinar andlegu og eilífu velgjörðir. Páll postuli
nefnir þrennt, sem sé öllu æðra: trúna, vonina og kærleik-
ann. Trúarjátningin minnir á hina eilífu blessun: fyrir-
gefning syndanna, upprisuna og eilíft líf.
En hvernig eigum við að láta þakklæti okkar í ljósi?
Með lofsöngvum? Með guðsþjónustuhaldi? Vissulega er það
góðra gjalda vert, en það er ekki nóg. Látum verkin tala.
Við munum víst öll eftir gömlu sögunni um ísraels þjóðina
á ferð þeirra um eyðimörkina, hvernig Guð gaf þeim brauð
af himni á degi hverjum. En þegar þeir sakir makræðis eða
ágirndar reyndu að safna því saman, til þess að þurfa ekki
að leggja á sig að tína það upp af jörðinni á hverjum degi,
þá rotnaði það og myglaði og varð ormafæða. Þetta er ennþá
lögmál lífsgæðanna og lífshamingjunnar. Hendur okkar eru
aðeins farvegur, sem blessun lífsins á að fara um, en ef
við reynum að stöðva það framrennsli, þá fer illa fyrir
okkur. Eða höfum við ekki tekið eftir því hvernig alls konar