Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 30
28
Sameiningin
“Parish Messenger” og átti einnig sæti í stjórnarnefnd
Kirkjufélagsins. Árborgarsöfnuður mun þegar hafa hafizt
handa með að kalla annan prest.
Systir Laufey Olson hefur tekið kalli Fyrstu lútersku
kirkjunnar í Winnipeg. Hún er fyrsta djáknasystirin, sem
ráðin hefur verið til starfa af söfnuði innan Kirkjufélagsins.
Undanfarin ár hefur hún unnið á vegum “Board of American
Mission,” en þó innan vébanda Kirkjufélagsins.
Calvary lúterska kirkjan í Seattle, Washington, hefur
ákveðið að reisa nýja kirkju. Fregnir herma að söfnuður-
inn hafi þegar ráðið arkitekt til að gera uppdrátt af kirkj-
unni, og sé öllum undirbúningsatriðum í því samband lokið.
$16,000 hefur verið safnað í byggingarsjóð safnaðarins á
einu ári.
Hið 77. kirkjuþing Kirkjufélagsins var haldið í St.
Stephens kirkjunni í St. James dagana 11. til 14. júní síðast
liðinn. Má segja, að þetta kirkjuþing hafi verið eitt með
merklegri þingum í sögu Kirkjufélagsins, þar sem þingið
tók til meðferðar sameininguna, sem U.L.C.A. hefur stofnað
til ásamt þremur öðrum kirkjufélögum. Eftir miklar um-
ræður greiddi þingheimur atkvæði um þetta mál, og voru
atkvæðin einróma með sameiningunni. Einnig var gengið
til atkvæða um hvort stofna skyldi íslenzk lútersk samtök,
sem taka við varðveizlu menningarerfða Kirkjufélagsins,
þegar það hættir störfum í þeirri mynd, sem það er nú.
Var það samþykkt í einuhljóði. Forseti Kirkjufélagsins var
kjörinn Dr. Valdimar J. Eylands, varaforseti séra Norman
B. Nelson, Seattle, ritari séra O. Donald Olson, Glenboro,
féhirðir Oscar Bjorklund, Winnipeg, aðrir nefndarmenn,
séra Walter Becker, St. James, séra Wallace Bergman, Sel-
kirk, Frank Scribner, Gimli, Raymond Vopni, St. James,
Halldór Bjarnason, Winnipeg og Árni Josephson, Glenboro.
Hluti af skýrslu forseta birtist á öðrum stað í ritinu.
Séra Jón Bjarman prestur á Lundar hefur sagt lausum
prestskap þar frá 15. október næstkomandi. Hann hefur ný-
lega verið kjörinn sóknarprestur í Laufás prestakalli í Suður-
Þingeyjarsýslu á íslandi. Séra Jón hefur þjónað söfnuð-