Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 32
30
Sameiningin
og síðar sjá um framkvæmdir slíkra tillagna. Áður en séra
Bragi tók þetta starf á hendur var hann sóknarprestur
prestakallanna á Lundar og Gimli. Séra Bragi er einnig
formaður Æskulýðsráðs þjóðkirkjunnar. Haustið 1959 var
stofnað sérstakt embætti innan þjóðkirkjunnar, æskulýðs-
fulltrúi þjóðkirkjunnar. Til þess starfs var ráðinn séra Ól-
afur Skúlason, sem fram til þess hafði verið sóknarprestur
Mountain prestakalls í N. Dak. Hlutverk hans er að skipu-
leggja og sjá um framkvæmdir æskulýðsmála innan allrar
þjóðkirkjunnar.
Þjóðkirkjan hélt hátíðlegan Æskulýðsdag sinn 5. marz
s. 1. Það er þriðja árið í röð, sem kirkjan helgar æskufólki
sérstakan dag. Sérstakt messuform var notað við guðs-
þjónustur þennan dag, og víða var það, að ungmenni tóku
virkan þátt í messunni, til dæmis önnuðust lestur pistils
og guðspjalls. Þátttaka í þessum hátíðarhöldum var mjög
almenn. Talið er að æskulýðsmessur hafi verið haldnar í
um 80% af öllum kirkjum landsins, og alls staðar voru
kirkjurnar þéttsetnar ungu fólki. Einkunnarorð dagsins voru
orðin: „Hvað á ég að gera við Jesúm, sem Kristur er
kallaður?“
J. B.
Kirkjuvikur:
Oss hafa borizt fregnir af tveimur kirkjuvikum á ís-
landi í sambandi við Æskulýðsdaginn. Kirkjuvikur þessar
eru með líkum sniðum og kirkjuvikur þær, sem haldnar
hafa verið í ýmsum söfnuðum Kirkjufélagsins (Evangelism
Mission Week).
Kirkjuvika var haldin á Akureyri 5.-12. marz. Samkom-
ur voru haldnar í kirkjunni á hverju kvöldi, þar sem flutt
voru ávörp, sungnir sálmar og söngvar, haldnar ræður og
spurningum svarað. Hver samkoma endaði svo með stuttri
guðsþjónustustund. Aðsókn að þessari kirkjuviku var af-
bragðsgóð, og varð meiri eftir því, sem leið á vikuna. Sókn-
arprestar á Akureyri eru þeir séra Pétur Sigurgeirsson og
séra Birgir Snæbjörnsson. Þetta er önnur kirkjuvikan, sem