Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 36

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 36
34 Sameiningin ritningargrein, séra Sigurjón Þ. Árnason hélt vígsluræðuna og lagði síðan fimm spurningar fyrir kristniboðaefnin og svöruðu þau þeim eftir því, sem við átti, fjórum játandi og einni neitandi. Að því loknu lögðu prestarnir og leikmenn- irnir tveir hendur yfir þau og báðu fyrir þeim og starfi þeirra. Að lokum flutti hinn nývígði kristniboði Gísli Arn- kelsson stutta ræðu. Er athöfninni var lokið og kristniboðarnir gengu úr kirkju, óskuðu kirkjugestir, sem voru margir, þeim til hamingju með vígsluna. Hinir nývígðu kristniboðar munu halda utan 7. júní og koma til Addis Abeba, höfuðborgar Eþíópíu 14. júní. Með þeim verða tvö börn þeirra, Guðlaugur, fimm ára, og Valgerður Arndís, þriggja ára. Er gert ráð fyrir að þau hjónin dvelji í Konsó 5 ár. Islenzka kristniboðsstöðin í Konsó er nú rekin af hjón- unum Margréti Hróbjartsdóttur og Benedikt Jasonarsyni og þar dvelur einnig færeysk hjúkrunarkona, en Ingunn Gísla- dóttir hjúkrunarkona, sem hefur starfað þar í tæp 5 ár, er nú heima í hvíldarleyfi. Jóhannes Ólafsson læknir, sem fór utan í fyrra, kemur til með að starfa í sambandi við stöðina. Blaðið átti í gær stutt samtal við Gísla Arnkelsson og spurði hann fyrst, hvað hefði orðið til þess að þau hjónin völdu sér þetta óeigingjarna starf. — Guð felur sérhverjum manni að vinna ákveðin störf. Jesús fól lærisveinum sínum að útbreiða fagnaðarerindið og þannig vinna sumir að því hér heima, en aðrir úti á meðal heiðingjanna. —• Hvers vegna völduð þið hjónin að starfa meðal heið- ingj anna? — Hugur okkar beindist í þá átt fyrir mörgum árum, og við fengum köllun til þess að starfa meðal þeirra. — Hvaða starf höfðuð þér áður?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.