Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1941, Page 3

Sameiningin - 01.04.1941, Page 3
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. % Vestrheimi Ritstjórar: Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Séra Rúnólfur Marteinsson, 493 Lipton St., Winnipeg. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. 56. ÁRG. WINNIPEG, APRÍL, 1941 Nr. 4 Liljan bjarta Eftir séra Sigurð ólafsson. “Planta á leiðið lilju bjarta, lífsins mark á dauðans ból. Gegnum myrkrið grafar svarta glóa blómin hýr mót sól. Hvert eitt blað, á gröf er grær, Guðs er engils vængur skær. Dauðaklukkur dimt ei hringja, dýrðarljóð Guðs englar syngja.” Páskarnir, ásamt hinum bjarta og sigri hrósandi boð- skap er þeir færa, munu sjaldan á öldum fyr, kærkomnari verið hafa miljónum manna, en einmitt nú, að þessu sinni, er flestar þjóðir í mannheimi horfa með ugg og ótta, mót hverjum degi, er fram hjá fer, og alt mannlegt líf er á hverfanda hveli, og ógurlegustu óvissu háð. Þá er það æðsta gleði jarðnesks vegfaranda að mega hugleiða boðskapinn um hinn upprisna Jesúm og eilíft líf. Fallvelta alls þess, sem jarðneskt er, ætti að gera hjörtu vor sérstaklega mót- tækileg fyrir Ijoðskap páskanna. — Þegar að vonahallir manna hrynja til grunna, þá er það Ijós Guðs og kraftur, sem einn er þess megnugur, að byggja upp á ný, og láta aftur birta til. Og einmitt þetta birtist í líoðskap þeim, sem hugur vor, að þessu sinni, dvelur við.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.