Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1941, Page 4

Sameiningin - 01.04.1941, Page 4
50 Landskjálftinn átti sér stað árla hinn fyrsta páskadag — en umrót líkt jarðskjálfta átti sér stað í hugum og hjört- um lærisveina Drottins, er þeir sáu allar sínar jarðnesku vonir um Jesúm, völd hans og leiðsögn, að velli falla; og heimur sá, er lærisveinarnir höfðu dvalið í, svo gjörbreyttur orðinn. Það tók tíma til að átta sig á slíkum straumhvörf- um, og reyna nú að mæta nýjum degi, og ábyrgð hans, eins vel og auðið væri, undir gjörbreyttum kringumstæðum, frá því sem áður var. Þær “María Magdalena og María hin,” eru uppi mjög árla, löngu fyrir dögun, hinn fyrsta páskadag, á vegum helgrar skyída, er þeim var Ijúft af hendi að inna. Þær fara út að gröf Jesú. Þegar þangað er komið, sjá þær engil er mælir til þeirra, og útlistar fyrir þeim undrin er skeð hafa: upprisu Drottins, sigur hans j'fir dauðanum, og' til- mæli að þær beri lærisveinunum þessa fregn. Þær fóru með flýti, og sjálfur Drottinn birtist þeim og blessaði þær. Upprisufrásögurnar í guðspjöllunum eru eins og gim- steinar, sem glitra á mismunandi hátt, eftir því frá hvaða hlið þær eru skoðaðar. Allar hafa þær sitt sérstaka við- horf. Þeim ber ekki saman í öllum atriðum; né voru þær til þess skráðar að “standa heima.” Þær eru leifturmyndir, er lýsa breytilegu viðhorfi þess, er segir frá þvi, er fyrir hann bar. Við það vex gildi sagnanna. Heildarmyndin skapast. Hin fyrsta athugun sögunnar, virðist mér henda til þess, að óvænt hlessun fylyir því að vera trúr lífsins helgustu skyldum, þótt þær krefjist vorra itrustu krafta. Samdóma munum vér um það, að varanlegasta sælan hér á jörð, er sú að reynast trúr þeiin skyldum, sem lífið legg- ur oss á herðar. Mannlífið öðlast nýja göfgi við að trúa þessu. Ef vér nú gerum oss grein fyrir eldraunum þeim, er lærisveinar Jesú höfðu orðið að þola á föstud. langa, og reyilum að setja oss inn í ásigkomulag sálna þeirra, þá má telja það liina stærstu þrekraun, frá hvaða sjónarmiði sem það helzt er skoðað, að þessar konur, sem guðspjöllin segja frá, voru svo árla á ferð, þennan fyrsta dag vikunnar; mann stórundrar á því þreki að þær gátu verið á almanna- færi, með slíka sorg í huga, lamaðar vonir og líkamsþrek, þótt þrjú dægur væru liðin hjá, frá því að meistari þeirra halði dáið á krossinum. Karlmennirnir i hópi postulanna' höfðu sig ekki frammi, heldur fela sig, unz þeir hafa fengið gleðifregnina um upprisu Jesú. — Það er kærleikur til frels-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.