Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1941, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.04.1941, Blaðsíða 5
arans, sem knýr konurnar áfram, út að gröfinni, lil að sýna sín hinztu lotningar- og kærleiksmerki í helgri og þöguili sorg, svo lítið á bæri, áður en borgarlýðurinn væri kominn á vettvang. Þá birtist þeim hin helga gleðifregn, er þær voru sjónarvottar að; steininum var velt frá gröfinni, en ekki eingöngu frá gröfinni, heldur einnig úr hugum þeirra og hjörtum. Fögnuður, er fór vaxandi að undrun og gleði, gagntók þær. Nú vissu þær að frelsarinn lifði. Þessu næst leiði eg athygli yðar að orðum ensks rit- höfundar, er fyrir ekki löngu síðan viðhafði einkennilegt orðtak til að tákna þá hugsun, þegar að vonir manna endur- rísa á rústum dáinna vona; hann orðar það þannig, að “sólin komi upp í vesturátt.” Mér virðast þau orð eiga við reynslu lærisveinanna og' hugarástand þeirra. Þeir höfðu bygt sér bjartar vonir um Jesúm, sem máttugan leiðtoga að sigrandi málefni í jarðneskri merkingu; en þær féllu til jarðar með krossdauða hans. Fregnin um upprisu hans breytti öllu þessu, Sorgar- og vonleysis-skýin hurfu. Sólin skein í heiði á ný, og birti til í grátnum huga. Öllum páska- frásögunum ber saman um að slík hafi verið áhrif uppris- unnar á hina fyrstu lærisveina Drottins. Slílc hafa áhrifin jafnan verið um aldaraðir sem bless- andi vorblær yfir hugi kristinna manna, þrátt fyrir ófull- komlegleik kristinnar kirkju, sem er boðberi þessa hlessaða gleðiboðskapar, öld eftir öld. Þessi helga vissa um upprisu- mátt Jesú, hefir á öllum tímum varpað geislum sínum yfir örlög dauðans og sætt menn við þennan sára siðskilnað ástvina, sem alt vorl líf, hér á jörð, á stöðugt yfir sér vof- andi. Þessi birta lýsir hugi vora og hjörtu, nú á þessum páskum. Hún lýsir yfir orustuvöllum mannlegs lífs; birta hennar ljómar yfir úthöfum og meðfram ströndum landa, þar sem að óþrotlegar öldur syngja líksöngslög sín, yfir jurtagörðum Drottins” í djúpinu. Andi Drottins svífur sigri hrósandi yfir breiðfeldum höfum, þar sem óteljandi þúsundir manna eiga sitt hinzta hvílurúm. Birtan af upp- risuljósi Jesú gleður grátinn huga með því að Jesús lifir! Eilíft líf er örugg vissa. Það eitt og út af fyrir sig, gefur mannlífinu ævarandi gildi. Upprisuljósið lýsir tíma og rúm! Að endingu leiði eg athygli að hlutverkinu helga, sem konunum var í hendur fengið, sem sé það, að færa fjar- verandi lærisveinum Drottins fregnina um þetta dýrlega undur, og gleðja ])á með því. “Með ótta og mikilli gleði

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.