Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1941, Side 6

Sameiningin - 01.04.1941, Side 6
52 hlupu þær til að færa lærisveinum hans tíðindin.” — Ein- mitt þetta atriði var þungamiðjan í hoðskap fyrstu kristni. Postularnir voru vottar að upprisu Jesú. Með ótta og gleði, eins og konurnar forðum, boðaði frumkristnin þenna hoð- skap: Jesú upprisinn og kraft Guðs í samfélaginu við hann; og fullvissu um eilíft líf. Tvent var það er gerði þá svo örugga að vitna um upprisuna: — fyrst það, þeir vissu að atburðurinn hafði átt sér stað, cn því næst hitt, hin sýnilegu áhrif, sem að upprisan hafði haft á hugi og hjörtu allra lærisveinanna. Það er upprisan — undrið mesta, sem gefur kristn- inni sérstaka afstöðu í trúarbrögðum heimsins. Hún er grundvöllurinn sem kristin kirkja byggir á. Upprisan er staðreynd, eins og einn af yngri sagnfræðingum Norður- landa ritaði um fyrir fáum árum síðan, á þessa leið: “Til þess að atburður teljist söguleg staðreynd, verður hann að hafa hat't þau áhrif á gang sögunnar, að um muni. En það er ekki atburðurinn einn, út af fyrir sig, heldur áhrif hans, svo langt og lengra en augað eygir, sem valda því, að hann getur talist söguleg staðreynd. Þessi sami sagnfræðingur segir: “Upprisa Jesú er staðreynd í veraldarsögunni. Eng- in staðreynd í veraldarsögunni er áhrifameiri, og þar af leiðandi öruggari en upprisa Krists.” Samfara upprisu-öruggleikanum er hinn bjartsýni máttur trúarinnar, sigrandi trúar, hér í lífi, þrátt fyrir allan mannlegan ófullkomlegleik, gjöf Guðs, hverjum þeim til handa, er þráir að ganga í endurnýjungu lífsins, í anda sigurherrans Jesú Krists. Á gröfinni grær nú lijan bjarta. Vald dauðans er rofið, fyrir sigur frelsara vors; eilíft líf er heilög vissa, er byrjar hér í lífi fyrir hinum kristna lærisveini, í upprisumætti Jesú Krists. Þrotlaus fullkomnun, sem er framhaldandi eins og sjálf eilífðin. “í gegnuin rökkvann þú gafst mér sýn, að guðdómsins eilífu löndum; þar hjaðnar sortinn, en sólin sldn og sveipar þau kærleiksböndum; þar leiðir oss heilög höndin þín, seni hér í útfirisströndum.”

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.