Sameiningin - 01.04.1941, Blaðsíða 7
53
Jónanna Halldórsson
Prestsskap í Nýja íslandi hót' eg í ársbyrjun 1901, í upp-
hafi 20. aldarinnar. Prestakallið var víðlent, ferðalögin
mikil og akvegirnir á sumrin herfiiegir. Prestakallið náði
frá Merkjalæk við Winnipeg Beach, eins og staðir nú eru
nefndir, norður á bygðarenda í Mikley, að undanteknum
Bræðrasöfnuði við fslendingafljót, sem séra Oddur Gíslason
þá þjónaði, þó að eg þjónaði einnig þeim söfnuði síðar. Eg
þurfti því oft að vera að heiman. Kom það sér vei að hafa
hentuga gististaði. Húsakynnin voru þá ófullltomin, all-
víða; en í heild má segja það, að fólkið vildi gjöra sitt
ítrasta til að láta prestinum líða vel. önnur hjálp, sem eg
þurfti mikils með var uppfræðsla barna og ungmenna. Að
vísu kannast eg ekki við að hafa legið á liði mínu, hvað
undirbúning fyrir fermingu snerti, en það sem eg af ítrasta
megni leitaðist við að framkvæma í því efni var ekki full-
nægjandi, og þurfti því hjálp góðra manua.
Eitt af þessum heimilum nefndist Geysir. Ef einhver
ókunnugur skyldi lesa þetta, vil eg fræða hann á því, að
Ný-fslendingar halda enn þeim fagra, íslenzka sið að gefa
sveitar-heimilum sínum nöfn. Þau eru flest falleg og
siðurinn eftirbreytnisverður. En þetta nafn, Geysir, var
eins og fyrirliði með föruneyti. Bújörðin hét Geysir, og svo
var Geysis pósthús og Geysis skólahús. Bygðin iill var nefnd
Geysis-bygð, og söfnuðurinn Geysis-söfnuður. Eg hafði
ofurlitla kynningu af Geysi-jörðinni, áður en eg varð prestur
í Nýja íslandi. Mörgum árum áður hafði eg hýrst þar
nokkra mánuði, i kofa með moLdarþaki þegar eg var fyrsti
alþýðuskólakennari í þessari bygð. Þegar eg kom þar til
að þjóna, var komið á bújörðina Geysi, fólk, sem eg ekki
þekti áður, hjónin Páll og Jónanna Halldórsson, ásamt
börnum þeirra og öldruðum föður hennar. Þetta varð eitt
höfuðbólið mitt í sambandi við líf og starf mitt í Nýja
íslandi. Meðal annars stuðlaði að því það, að skólahúsið,
þar sem allar guðsþjónustur voru þá haldnar, var skamt frá
heimilinu. Þegar eg kom þangað, sem prestur, var þar
búið í sæmilegu bjálkahúsi. Síðar var reist ágætt hús.
Timburhús hefði það verið kallað á íslandi.
Nú eru bæði þessi hjón komin á eilífðarheimilið. Páll
dó 1938. Um hann skrifaði J. Magnús Bjarnason ágæta