Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1941, Side 8

Sameiningin - 01.04.1941, Side 8
54 ritgjörð í Heimskringlu. Magnús var honum vel kunnugur, bæði í Nýja íslandi og eins í Elfros í Saskatchewan. Hann lýsir þar rétt og vel dugnaði hans, hyggindum, glaðlyndi, hagmælsku, orðheldni og öðrum góðum kostum. Nú fyrir skemstu hefir Jónanna einnig fengið heimfararleyfi. Hún andaðist á heimili dóttur sinnar, Mrs. Sigríðar Björnson í Riverton, Man., 28. des. síðastl. Séra Sigurður ólafsson jarðsöng og voru kveðjumálin flutt á heimilinu og í kirkju Geysis-safnaðar. Jónanna var fædd á Vémundarstöðum í ólafsfirði í Eyjafjarðarsýslu á íslandi 7. des., 1851. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jón Dagsson og Anna Stefánsdóttir. Systir hennar hér vestra var Margrét gift Guðjóni Thomas í Win- nipeg. Árið 1872 giftist Jónanna Jóhannesi Jóhannessyni frá Sæmundarhlíð í Skagafirði og bjuggu þau á Hornbrekku í Ólafsfirði. Tvær dætur þeirra eru á lífi, önnur gift kona á Siglufirði, á íslandi, hin, Jóhannesína, gift George W. Barrett í Vancouver í British Columbia. Jóhannes drukn- aði af hákarlaskipi 1875. Árið 1881 giftisl Jónanna Páli Halldórssyni, og bjuggu þau liæði í Eyjafirði og Skagafirði, en árið 1894 fluttust þau vestur um haf og settust að í Nýja íslandi. Þau bjuggu 25 ár á Geysis-landinu. Tíu ár voru þau hjá syni sínum Jóhannesi lækni í Elfros, Sask. Þá komu þau aftur til Nýja íslands, voru eitt ár hjá syni sinum Jóni, að Geysi, en árið 1930 fóru þau til tengdasonar og dóttur, Guðmundar og Sigríðar Björnson, í Riverton, þar sem þau bæði voru það sem eftir var æfi. Börn þeirra á lífi eru: Jóhannes Páll, læknir í Borden, Sask., Mrs. Sigríður Björnsson i Riverton, Ásbjörn, bóndi í Arras í British Columbia, og Jón bóndi á Geysi. Jónanna var fremur litil kona vexti og sýndist ekki Ikamlega sterkbygð, en hún var óvanalega tápmikil andlega og víst er um það, að hún leysti heimilisstörf sín af hendi með fullum dugnaði, vinnuhyggindum og sóma. Sæmilega heilsu mun hún hafa haft þangað lil hún fékk slag 24. júni, 1932. Eftir það fekk hún aldrei heilsu, var í rúminu eða við rúmið það sem eftir var æfikvöldsins. Fullum sönsum og sálarkröftum hélt hún samt þangað til síðasta mánnðinn sem hún lifði. Um hana, meðal annars, segir dóttir hennar Sigríður þetta: “Hún hafði framúrskarandi minni og hafði lesið mikið,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.