Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1941, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.04.1941, Qupperneq 9
55 kunni heilar sögur bwði í bundnu og óbundnu máli. Hún var mjög gefin fyrir skáldskap, var sjálf hagmælt þó litið bæri á. íslenzku lílöðin las hún ineð athygli og fylgdist með því sem var að gjörast í heiminum. “Eg set hér vísu er eg fann, skrifaða af henni sjálfri, i litlu kveri, ‘Kristur og mennirnir,’ eftir séra Friðrik Hall- grímsson, sem hún las í daglega. Um höfund veit eg ekki, en mér finst þetta lilla stef varpa nokkru ljósi á hugsanir hennar. ‘Ein er drotning allra rósa, engin jurt á dýrra skart. Henni næst er liljan Ijósa, ljúf og hrein með hörund hjart. Þó á æðri ilm og ljóma öllu skrauti jarðar-ranns hreinni fegurð, hærri blóma, hjartarósin kærleikans.’ ” Eg sagði áður að heimilið þeirra, Geysir, hefði verið eitt af höfuðhólum prestskapar míns í Nýja íslandi. Þá kemur öllum í hug gestrisni. Hennar naut eg þar í ríkum mæli. “Stundið gestrisni,” segir Páll postuli. Því boði var þar fylgt. Heimilið veitti mér af glöðu geði alt sem ferða- manni er þörf á. Hún átti ekki minstan þáttinn í því að gjöra mér jiað heimili kærkomið. Alúðin í móttökunum var hæði látlaus og' einlæg; viðræðan skýr og skemtileg. Hugsun Jónönnu var bæði ljós og víðsýn, framsetning máls ákveðin og rétt. Hún hafði fróðleiksþorsta íslendinga í ríkulegum mæli og áhuga fyrir velferðarmálum mannfélagsins. Þegar kristindóminum er veitt viðtaka af hug og hjarta, fegrar hann og mótar alt líf manna alveg eins og sólin lýsir lög og láð, l'öjll og 'dali, býli og búsmala. Hún færir jörð- unni líf og ljós og ummyndar alt með dýrð sinni og dá- semd. Þannig ummyndar kristindómurinn líf manna þegar þeir levfa honum að lifa. Þetta er lýsing á Jónönnu. Allir hæfileikar hennar, skynsemi, tilfinningar, viljakraftur, kom alt til greina í sambandi við kristindóm hennar, lcomst all undir áhrif áristindómsins hjá henni. Bjarmi hans var yfir því öllu. Ivristindómurinn var henni ekki aðeins erfða- l'é heldur sannfæring, sem aldrei bifaðist, og hann lýsti henni leið í öllum athöfnum og á öllum sviðum lífsins.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.