Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1941, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.04.1941, Qupperneq 10
56 Einn ávöxtur af þessu óðali andans var gæði hennar við hina ungu. Guð gaf henni sem vöggugjöf löngun til þess að leiðbeina og kenna. Hún var athvarf mörgum unglingum i bygðinni. Sumt af þeim var lengri eða skemmri tíma á heimili hennar og naut hennar góðu og miklu áhrifa. Eitt allra bezta verkið sem hún vann var að búa unglinga undir fermingú. Hvert árið eftir annað kom hópur þeirra heim til hennar og hún leiðbeindi þeim frábærlega vel. Það var unun að taka við þeim unglingum og' leiðbeina j)einr að fermingarjátningunni. Þau kunnu svo vel það sem þau áttu að læra: biblíusögur, kver og sálma, og skildu að jrví skapi. Yfir höfuð var það reynsla mín að börnin. sem kunnu bezt skildu líka bezt. Karlmaður í Geysi-bygðinni, Sigurður heitinn Friðfinnsson, vann í öðrum hluta hennar samskonar verk og' Jónanna. Þau eiga bæði skilið ódauð- legt þakklæti fyrir þá dásamlegu hjálp sem þau veittu mér við fermingarundirbúninginn. Fátt hefir veitt mér meiri unað á lífsleiðinni en trygð nokkurra vina. Trygð sumra þeirra hefir verið bæði ó- skiljanleg og óverðskulduð. í þeini hópi var Jónanna meðal þeirra allra fremstu. Guði sé lof fyrir hennar óslitnu trygð. í upphafi þessa máls nefndi eg tvent, sem mér kom sérstaklega vel meðan eg var prestur í Nýja fslandi: gest- risni og hjálp við barnauppfræðslu. Hvorttveggja naut eg á Geysisheimilinu. “Hafðu þökk fyrir alt og alt.” R. M. Pálmasunnudagur “Mig vantar vegleg klæði, á veg að breiða þinn; þvi vil cg kærleikskvæði þér kvaka, Jesii minn. Eg hefi ei, herra, pálma, en heiður vil þér tjá, því syng eg mina sálma; ó, son Guðs, heyrðu þá.” Nafnið pálmasunnudagur hefir vakið unaðsóma um gjörvalla kristnina á öllum öldum. En hvað skapar unaðs- óma? Má vera, að orðið sé svo hljómfagurt, eða að það

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.