Sameiningin - 01.04.1941, Blaðsíða 11
57
veki yndislegar endurminningar, eða þá að orðið snerti
strengi ímyndunaraflsins og fegurðartilfinningarinnar. Eitt-
hvað af þessu þrennu finst mér, að muni gefa orði eða orða-
tiltæki unaðsóma. Má vera, ennfremur, að fleira komi til
greina, sem orsök unaðsóma í orði. í þessu tilfelli er eitt-
hvað unaðslegt við hljóminn sjálfan: Orðið plámasunnu-
dagur lætur vel í eyra. Þar að auk er eitthvað í því sem
örfar ímyndunaraflið. Hugurinn berst suður til landa.
Hér í norðurbygðum spretta ekki pálmar nema í sérstaklega
varðveittum blómahúsum í lystigörðum. Það má sjá þá í
dýrð sinni í aðal-Iystigarði Winnipeig-borgar, “City Park.”
Þar má sjá þá, ásamt fleiri suðrænum jurtum, vel hirta og
í heilbrigðu ástandi. Pálmablöð eru ennfremur ofl notuð
hér um slóðir til fegurðarauka á ýmsum samkomum. Margir
lesendur Sameiningarinnar hafa séð pálma spretta á stræt-
um og í görðum í Suður-Californía. Ungir pálmar sérstak-
lega eru dásamlega fagrir. í þriðja lagi er sagan í guð-
spjöllunum um atburðinn, sem skeði þennan dag', jafnvel
])ótt vér skiljum þá sögu ekki að fullu, tilkomumikil, eftir-
tektaverð og viðkvæm. Fögnuður fólksins bergmálar í sál-
um vorum. Jesús sjálfur er svo aðlaðandi í sinni skraut-
Iausu tign.
“Ó, kom í hátign, herra minn!
Af hæðum fórnargjörning þinn
með undrun skoðar englaher;
sjá augun himnesk fylgja þér.”
Það snertir einnig viðkvæmustu strengi sálar vorrar, að
þegar Jesús kom svo nærri borginni Jerúsalem, að hann sá
hana, grét hann yfir henni, ekki yfir sjálfum sér, ekki yfir
hinum skelfilega krossdauða, sem beið hans þar innan fárra
daga, heldur yfir borginni sem ekki þekti sinn vitjunartíma.
Það er því óneitanlega margt við pálmasunnudaginn, sem
er bæði angurblítt og unaðslegt.
En hvað virðist yður um söguna sjálfa, atburð pálma-
sunnudagsins? Hvernig á að skilja þá frásögn? Mér hefir
fundist erfiðara að fá réttan skilning á henni en á mörgu
öðru í guðspjöllunum. Hver var tilgangur Jesú með inn-
reiðinni? Þar hlýtur að vera mergurinn málsins. Rétt
svar upp á það er réttur skilningur á atburðinum. í auð-
mýkt og lotning viljum vér athuga söguna og þráum leið-
sögn Heilags Anda til þess að leiða oss í allan sannleika.