Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1941, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.04.1941, Qupperneq 12
58 Mótstöðumanni Jesú kæmi ef til vill í hug að innreiðin hafi aðeins verið auglýsing. Við því hlýtur maður að segja, að það er gagnstætt vanalegu framferði Jesú! Fregnir um kraftaverk hans bárust út um alt Gyðingaland, en það var ekki hann, sem kom þeirn af stað. í freistingunni, eftir skírnina, neitaði hann að kasta sér ofan af musterisbustinni, eins og Satan fór fram á. Að kasta sér ofan á steingólfið fyrir neðan og vera þar alveg óskaddaður hefði A'erið hin ágætasta auglýsing fyrir hann, og hin auðveldasta leið sem hugsast gat að Messíasar-tigninni. Prestar og Farísear hefðu líklegast tekið honum opnum örmum og hai't hann í hávegum, leitt hann í öndvegi hjá sér. Jesús neitaði. Jesús neitaði öllum slíkurn freistingum, undantekningarlaust i öllu starfslífi sínu. Oftar en einu sinni ætluðu Gyðingar að taka hann til konungs, en hann vék sér afsíðis frá mannfjöldanum og hvarf augum þeirra. Hvergi er þess getið að hann hafi auglýst kraftaverk sín en þvert á móti er frá því sagt, að hann bannaði mönnum að segja frá sumum þeirra. Tit rétts skilnings á pálmahátíðinni, er það að athuga hvaða þátt Jesús sjálfur átti í henni. Hann segir lærisvein- um sínum að sækja ösnufolann og hann ferðast frá Betaníu þar senr hann gisti til Jerúsalem á þeim reiðskjóta. Menn muna að hann kom með lærisveinum sínum norðan úr Galílegu til þess að vera á páskahátíðinni í Jerúsalem. Seinasta hluta þeirrar ferðar fer hann ríðandi á asna. Eng- an annan þátt virðist hann eiga í undirbúningi þessa sér- kennilega viðburðar. Einhver kynni að bera fram þá mótbáru, að Jesús hefði eins vel getað genigið þennan seinasta vegar- spotta til borgarinnar eins og þá lengri leið, sem hann hafði þegar gengið norðan úr Gatíleu. Eg kannast við, að þessi athugasemd er rétt; en get þó ekki neitað því, að Jesús hafði f'ullan rétt lil að ferðast á hvern þann hátt sem hann vildi og átti kost á. En með áherzlu má segja, að þetta var hans eini þáttur í undirbúningnum. Mannsöfnuðurinn mikli var alda, sem reis upp hjá fólkinu sjálfu. Einhvernveginn hafði það lTézt, að hann ætlaði að koma i borgina á sunnu- daginn. Fregnin fékk fætur. Hver sagði öðrum. Ekki er getið um neinn foringja fyrir þessari hreyfincgu. Ekki er nein á- stæða til þess að ætla að nokkur af lærisveinunum hafi átt hinn minsta þátt i því að koma þessu af stað. Þetta var eins og ósjálfráð bylgja, sem orsakaöist at þeun dásemdar- verkum, sem Jesús hafði framkvæmt. Menn muna að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.