Sameiningin - 01.04.1941, Síða 13
59
skönimu áður hafði hann vakið Lazarus frá dauðum, og
þetta var í fyrsta sinn sem hann kom lil Jerúsalem el'tir það
guðdómlega dýrðar-undur. Jóhannes guðspjallamaður
minnist beint á það atriði með þessum orðum (12: 17, 18):
“En fólkið, sem var með honum, er liann kallaði Lazarus
út úr gröfinni og uppvakti hann frá dauðum, har nú vitni.
Þessvegna gekk og mannfjöldinn á móti honum, því að
menn höfðu heyrt, að hann hefði gjört þetta tákn. Mér
virðist því að þessi fagnaðaralda sem reis upp meðal fólks-
ins sé á engan hátt óeðlileg eða óskiljanleg.
Eitt enn styrkir þá niðurstöðu, að þessi hreyfing hafi
átt öll upptök hjá fólkinu sjálfu án nokkurra utanaðkom-
andi áhrifa. Faríseunum í mannfjöldanum fór að þykja
nóg um fagnaðarlætin. Komu þeir, í vandræðum sínum til
Jesú sjálfs og háðu hann að hasta á lærisveina sína. “En
hann svaraði og sagði: Eg segi yður, að ef þessir þegðu
mundu steinarnir hrópa.”
Hvað gjörði svo þessi hópur manna? Þeir tóku pálma-
viðargreinar og komu til móts við Jesú, fylgdu honum svo
til borgarinnar, breiddu yfirhafnir sínar á veg hans, sömu-
leiðis strá sem þeir höfðu skorið af ökrunum, aðrir hjuggu
lim af trjánum og stráðu á veginn. En mannfjöldinn hróp-
aði og sagði: “Hósanna Davíðssyni! Blessaður sé sá sein
kemur í nafni Drottins.” Lúkas bætir þessu við: “Tók nú
allur flokkur lærisveina hans að lofa Guð, fagnandi með
hérri raust, fyrir öll þau kraftaverk er þeir höfðu séð og
mæltu: Blessaður sé sá, sein kemur í nafni Drottins. Friður
á himni og dýrð í upphæðum!” (19: 17, 18).
Hafði þá Jesús engan tilgang með þessari innreið annan
en þann að komast á einhvern hátt til Jerúsalem? Til svars
því liggur fyrir beint til athugunar þetta: “En þetta varð
til þess að rættist það sem talað er af spámanninum
(Sakaríasi í 9:9), er hann segir: Segið dótturinni Zíon:
Sjá, konungur þinn kemur til þín hógvær og ríðandi á
asna.” (Matt. 21:4, 5). Um þetta segir Jóhannes: “Þetta
skildu ekki lærisveinar hans í fyrstu; en þegar Jesús var
dýrlegur orðinn mintust þeir þess, að þetta var um hann
ritað og að þeir höfðu gjört þetta honum til handa (12:
lö, 17). Hvað var jiað sem þeir ekki skildu? Þeir skildu
ekki tilgang Jesú jiegar jietta skeði. Hvað skildu þeir jiá
seinna? Þeir sáu þá, að þetta var uppfylling Gamla rfesta-
mentis spádómanna, að jietta var einn dráttur í heildar-