Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1941, Side 14

Sameiningin - 01.04.1941, Side 14
60 myndinni. Gyðingar sáu þá mynd, sem Messías þjóðar sinnar, kristnir menn sem frelsara mannkynsins, Krist. Jesú frá Nazaret verður réttilega lýst með margvísleg- um orðum, en eitt af þeim er þetta: hann er sá sem tengir Nýja Testamentið við Gamla Testamentið, uppfylling við spádóm. Hann kom hingað á jörð til»að vinna verk síns himneska föður, en það verk er táknað með orðinu Kristur eða Messías, því bæði orðin merkja nákvæmlega hið sama: hinn smurði' Drottins. Það hlutverk var uppmálað í marg- víslegum dráttum i spádómunum. Þeir voru mjög lifandi í sálu Jesú. Þegar hann kom að Jórdan og bað Jóhannes um skírn, en hann færðist undan, sagði Jesús: Lát það nú eftir, því að þannig ber okkur að fullnægja öllu rétt- læti.” Með innreiðinni til Jerúsalem er Jesús því að kannast við spádóm Sakaríasar. I verki lýsir hann yfir því, að spá- dómurinn hafi þá ræzt, og hann sé hinn fyrirheitni Messias. Við annað tækifæri sagði hann: “í dag hefir ræzt þessi ritningargrein, sem þér nú hafið heyrt (Lúk. 4:21). Ná- kvæmlega það segir hann í pálmasunnudagsviðburðinum. Með honum segir hann: Eg er Messías. En hvernig Messías? Spádómurinn nefnir hann kon- ung. Er það skýring? Eða tákna bæði orðin sama hug- takið? Guðfræðin táknar starfssvið hans með þrennu móti: hann er spámaður, æðsti prestur, konungur. Þetta þrent er dregið saman í eitt með nafninu, Hinn smurði. Að þessu sinni nægir að nefna Jesúm konung, og á það sér- staklega vel við á pálmasunnudag1. Hvernig er farið Messíasartign hans eða hvert er eðli konungdóms hans? Það var stóra deiluatriðið í tíð Jesú. Hann starfaði í fullu samræmi við spádómana, en leiðtogar Gyðingaþjóðarinnar voru á öðru máli. Andi hans og fram- koma reis þver öfugt við hugsanir þeirra. Þeim virtist hann brjóta niður margt af því sem náð hafði sterkustu haldi á þeim. Þess vegna var vaxandi stríð milli þeirra og hans. Hann Var ekki sá Messías, eða konungur, sem þeir höfðu vonast eftir. Vanþóknun þeirra á honum varð að grimmasta hatri. Hatrið kynti bál ofsóknanna, og ofsókn- irnar negldu hann á krossinn. Þetta var þeirra ályktun um konungdóm hans. Frá sjónarmiði heimsins var ekki konungdómur hans einkennilegur, jafnvel fyrirlitlegur? Tignarför sína til höf-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.