Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1941, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.04.1941, Qupperneq 15
61 uðborgarinnar gjörir hann ríðandi á asna, auðvirðilegasta reiðskjóta mannkynsins. Hvar eru hinar glæsilegu riddara- fylkingar sigurvegarans? Hvar þeysa gæðingarnir? Nei, ekkert af þessu. Hér er eitthvað gagnólíkt á ferðum. Sjálf- ur gjörði Jesús grein fyrir konungstign sinni frammi fyrir dómara sínum. Pílatus spurði hann: “Ert þú konungur Gyðinga? Jesús saigði: Mitt ríki er ekki af þessum heimi; væri mitt ríki af þessum heimi, þá hefðu þjónar mínir barist, til þess, að eg yrði ekki framseldur Gyðingunum; en nú er mitt ríki ekki þaðan. Pílatus sagði þá við hann: Eftir því ert þú þá konungur. Jesús svaraði: Já, eg er konungur; til þess er eg fæddur og til þess kom eg í heim- inn, að eg beri sannleikanum vitni (Jóh. 18:36, 37). Að þessu er það ljóst, að konungdómur Jesú flytur þessar hug- sjónir: friðsemi, gæði andans, vitnisburð sannleikans. Svo höldum við áfram dálítið lengra. Pálmasunnudagur er furðu skamt á undan föstudeginum langa. Þeir tveir dagar eru í órjúfanlegu sambandi. Rétt er að segja að pálmasunnudagshátíðin sé vígsla til krossins. Fagnaðar- læti fyrra dagsins voru skammvinn, og það vissi Jesús. Á leiðinni suður til Jerúsalem sagði hann lærisveinum sínum nákvæmlega hvað sin biði þar. Hvað veraldardýrðin er fallvölt er hér átakanlega Ijóst. Þetta er í eina skiftið, sem Jesús beygir sig niður að því að nota jafnvel i hinu rninsta atriði, veraldlega dýrð messíasardómsins og þá reynist hún svona skammvinn. Með því gjörir hann mannkyninu ljóst að ríki hans er algjörlega andlegt. Seinustu stoðinni undan hinum fölsku messíasarhugmyndum þeirra, sem leiddu hann á krossinn er kipt burt. Kóróna alls þess, sem Jesús segir og gjörir er fórnar- dauði hans á krossinum. Það er guðdómlegasti drátturinn í myndinni hans. Mér finst svo að eg hafi rétt til að sameina alla þessa drætti í eitt einasta hugtak, og það er algæzkan. “Enginn er góður nema Guð einn,” sagði Jesús. Guð er góður. Hann sendi son sinn með “Frið á jörð”, hann vill fúslega gefa öllum mönnum af andans auði sinum, hann er sjálfur eilíflega sannur og vill að allir menn opni sálir sínar fyrir sannleikanum, og hann hikar ekki við að fórna fyrir velferð mannanna. Jesús Kristur birtir þeim guðdómseðlið í sínu eigin lífi. Hann gengur sjálfur fóanarleiðina. Hann kom ekki til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.