Sameiningin - 01.04.1941, Blaðsíða 16
62
láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. Hann hefir sann-
að það, að Guð er góður. Guð er algæzkan eilífa. Guð og
gæzkan geta aldrei verið aðskilin. Sá straumur getur aldrei
gjört samning við hið illa. Ef hann gjörði það hætli hann
að vera góður. Sá straumur sýnist oft mæta hinum skelfi-
legustu hindrunum, en hann verður ])ó aldrei sigraður, því
“Frá eilífð til eilífðar ert þú Guð.”
Þetta getum vér athugað í sambandi við tíf og sögu
mannkvnsins. Tímabilið um síðustu aMamót, nokkur ár
fyrir og el'tir þau, getum vér nefnt pálmasunnudag. Pálmar
menningar, hugvits og framfara Ijómuðu þá í þeirri mestu
dýrð, sem heimurinn hafði nokkurntíma séð. Menn fögn-
uðu yfir þeim dýrðarskrúða sem mannkynið hafði þá færst i.
Menn sungu framförunum, með hvellum rómi, lofsöngva.
En “ó, hve getur undra skjótt vfir skygt hin dimma nótt.”
Nú erum vér komnir yfir á föstudaginn langa. Straumur
algæzkunnar eilífu mætir nú þeim hindrunum, sem enginn
hefði getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum. Þar eru
björg gnæfandi ranglætis og fjöll algjörs guðleysis. Hver
fær nú rönd við reist spyrja margir í vonarleyfð. Skvldi
straumur guðdómlegra gæða verða algjörlega stíflaður í lífi
mannkynsins á jörðunni?
Minnist þá allir þess, að eftir föstudaginn Ianga komu
páskar. Minnist þess ennfremur hve dimt var í sálum
lærisveinanna frá föstudegi til páskamorguns. Vér skulum
rólegir bíða mannkyns páskanna. R. M.
Dr. Ohl
(Framh.)
Á sviði kirkjusöngs voru framkvæmdir hans bæði mikl-
ar og góðar. Hann hafði þar bæði mikla hæfileika og víð-
tæka þekkingu. Sem ungur námsmaður var hann ágætur
organleikari. Á fyrstu prestsskaparárum sínum stjórnaði
hann hornleikaraflokki.
Ekki verður því mótmælt að guðsþjónustan sé einn mik-
ilvægasti þátturinn í boðun kristindómsins. Að auka tign,
fegurð og guðdómleg áhrif guðsþjónustunnar var einn mikil-
vægasti þátturinn í starfslífi Dr. Ohls. Sumt af því sem
hann lagði til þess skal nefnt. Árið 1892 gaf hann út bók