Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1941, Page 17

Sameiningin - 01.04.1941, Page 17
63 sem hann nefndi “School and Parish Service Book and Hymnal.” Bar sú bók sterkan vott um ágætan smekk hans, söngfræðilegan og kirkjulegan. Alla sína löngu æfi barðist hann fyrir góðum kirkjusöng. Hann sá um útgáfu barna- söngbókar. Hann samdi sjálfur allmörg sálmalög ásamt stærri hljómlistarverkum, alt saman kirkjulegt. En einna merkast af öllu starfi hans, var það sem hann vann að guðsþjónustuformi lútersku kirkjunnar í Ameríku. Félag'ið, sem vér höfum nú tengst, United Lutheran Church in America, var myndað með sameining þriggja kirkjufé- laga: “General Synod,” “General Council” og “United Synod of the South.” Nokkru áður en þau sameinuðust varð það ályktun þeirra að leitast við að eignast sameiginlegt guðs- þjónustuform. Öll þessi kirkjufélög kusu menn í nefnd til að framkvæma þetta verk. Sú nefnd var slcipuð mörgum ágætustu mönnum lútersku kirkjunnar í Vesturheimi. Dr. Ohl var einn þeirra, varð meðlimur nefndarinnar árið 1885. Vann hann þar frábært verk, og hefir það orðið einn sterk- asti þátturinn í því að sameina lúterska menn á þessu meginlandi. Það var leyst af hendi með frábærri vandvirkni og í þeim anda sem einkendi lútersku siðbótina. Lúter og samverkamenn hans báru djúpa virðingu fyrir kaþólsku kirkjunni, hinni almennu kristnu kirkju. Það varð megin- regla hjá þeim mönnum að kasta engu hurt úr kirkjunni nema því, sem væri í beinni mótsetning við Guðs orð. Þeirri regtu var beitt við guðsþjónustuformið. Leitast var á allan hátt við að varðveita þar alla sanna tign gamla guðsþjón- ustuformsins. Þannig voru sniðnar tíðareglur lútersku kirkjunnar á Þýzkalandi, og' önnur lútersk lönd fengu þar sína fyrirmynd. Það varð því niðurstaða sameiginlegu nefndarinnar hcr í álfu að rannsaka nákvæmlega öll guðs- þjónustuformin á Þýzkalandi á 16. öld og finna í þeim það sem var sameiginlegt. Þannig varð til guðsþjónustuform United Lutheran Church in America. Það nefnist á ensku máli “Common Service” (sameiginleg guðsþjónusta) og sálmabókin, “Common Service Book.” Þar sem það er notað í sinni fullkomnu mynd, ekkert skorið úr því, þar sem trú og' list sameina krafta sína, þar sem söngflokkur er góð- ur, þar sem söfnuður er lifandi, sem ekki liggur á liði sínu með að syngja Guði lof og dýrð, þar skapa þessar tiðareglur dýrðlega guðsþjónustu. Nú er þessi mikli maður horfinn af starfssviði jarð-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.