Alþýðublaðið - 06.09.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.09.1923, Blaðsíða 1
1923 Fimtudaginn 6. september. ;o3- töiublað. Nokkrar tunnnr af ágætu, spaðsöltuðu kjðti til sölu mjög ódýit. Samband ísl. samvinnntélaga. Sími 1020. Erlend símskeyti. Khöfn, 5 sept. Tjóaið í Japan. Manntjónið í Japan er hálf milljón, en efnalegt tjón 'er áætl- að iooo miiljónir sterliogspunda. Iíóbmenta\erð!aun Gyldendals, 70 þúí. króna, hafa verið dæmd rithöíundÍQum Anker Larsen, f jóðahandalagið. í>ví liggur við að sundrast. Fulltrúar norrænu þjóðanna, Belgja og Eystrasdtsríkjanna hóta að fara burt frá Genf. Omdaginnogvepnn. Bæjiirstjónmrfundur er í dag kl. 5 síðdegis. Níu mál eru á dagskrá. Jarðarför Þórðar Þórðarson- ar frá Ráðagerði fer fram á morgun kS, 1 frá dómkirkjunai. Agúst Jóhanneason hefir legið sjúkur og allþungt haldinn ucd- an farna daga, en er nú á b?.ta- vegi, og þætti vænt um,' að kunningj u’ sínir litu til sfn. Frá Akureyri er símað í gær: í sunnanofsaveðrinu í (yrra dag siitnuðu upp mörg skip á Siglu- firði. Vélarbát, sem var að sækja möl yfir fjörðinn og hafði upp- skipunarbát 1 eítirdragi, rak út fjörðiun, og sukku báðir, og drukknuðu fjórir eða fimm menn aí vélarbátnum, en nánari fregn- jr eru ókomnar. Tveir menn voru á báti á leið í land úr skipi á höfninui, og rak þá einn- ig út eftir firði, en skip, sem var að koma inn, tók þá. — Síld hefir ekki veiðst siðan á sunnu- dag, en nú er komið gott veður og búist við, að veiði byrji. Hækkar nú síldarverð stórum og er talið ágætt núna. Afla Norð- menn Htið, því að síldin hefir haldið sig mestmegnis innan íandhelgi, og er því mikill kurr í þeim. Lelfur lieppnl fór út á veiðar í gær kl. 4. Ætlaði hann að áfla fisks handa fisksöluuum hér. Kaup háseta er timakaup verka- manna { landi (kr. 1,20 og 2,00). Kom hann inn f morgun með 300 kassa. Leiðréttiiig. í nokkrum hluta upplagsins af blaðinu í gær mis- prentaðist í fregnum af sjómanna- féíagsfundinum atkvæðatalan um gerðadómstiilöguna. Stóð þar, að féiagið hefði hafnað gerðardómi með 106 atkv. gegn 90, en átti að vera með 106 átkv, gegn 9. „Lítið fé“ kaila áuðvalds- blöðin 1000 kr., er Þorkell Þor- kelsson vili fá fyrlr að hirða um landskjálítamæli, er landið á og liggur ónotaður í Stýrimanna- skólanum, af því að ekki eru veittar nema 500 til eftirlits með honum. Það sér á, að ekki er vérið að ræða um kaup sjó- manna eða verkamanná. Eigi að stður er skömm að því að nota ekki mæiinn. Einhver gæti farið að halda, að hann væri togári. Banghenni er það í Morgnn- blaðinu í gær, að jafnaðármenn hafi haldið því »fast framt, að hægt hefði verið að »leggja< vatnsleiðslupípurnar frá Gvend- arbrunnum að Elliðaám að vetr- ariagi, því að þeir héidu því fram, að unt hefði verið að gráfa fyrir pípunum, og stendur það óhrakið. Hefði með góðum viija mátt fara rétt með þetta. Fatahreinsnn. Eins ‘ og aug- Iýst er á öðrum stað í blaðinu, gengst HeimiJisiðnaðarfélag ís- lands fyrir því þarfa fyrirtæki, að haldið verður stutt námsskeið, þar sem konur, eldri sem yngri, geta lært hjá góðum kennara að hreinsa alls kon arfatnað, ná blett- um úr tötum og ýmislegt, sem lýtur að því að spara sér kaup á nýjum hlutum, sem má, hvórt heldur hreinsa eða ná blettum úr. Ennfremur geta nemendur á námskeiði þessu lætt að pressa upp karlmannsföt o. fl. Blaðið ræður fólki til að nota sér sem bezt þetta einasta tækifæri, sera er hvort tveggja t senn, mjög gagnlegt, en þó svo ódýr kenslan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.