Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 5
éwtnetntngm. Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga gefið út af Hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vesturheimi. XLVI. WINNIPEG, JÚNÍ, 1931 Nr. 6 Þörfin að afkvista (Fyrirlestur á Kirkjuþingi 1931J Eftir séra Björn B. Jónsson, D.D. B'eint á móti glugganum á skrifstofu minni er trjágarður. Eg hefi haft bæði gagn og gaman af því að virða fyrir mér trén og veita vexti þeirra eftirtekt ár frá ári. Mest þykir mér til þess koma, þegar verið er að afkvista eikurnar. Til þess að þær verði beinar, sterkar og stórar, þarf á hverju ári að sníða af þeim margar greinar; annars fer ofvöxtur í litnið, en eikin sjálf verður grannvaxin og krækluð. Stundum finst manni til um það, hve nærgöngulir trjánum trjáræktarmennirnir eru, þegar þeir afkvista. Þar sem að horna saman landareign mín og landareign nágranna míns, stend’ur nú tré eitt all-mikið. Höfum við í ganmi oft kítt um það, hvor okkar eigi tréð. Og þegar að því kemur að afkvista tréð, sýnist okkur stundum sitt hvorurn um það, hverjar greinarnar þurfi að afsníða. Við sjáum eftir þeim. Hér um árið var komin mikill ofvöxtur í greinir og lim trésins,—vöxturinn allur í liminu, en sjálft tréð tók að svigna undir þyngd greinanna. Var nú fenginn trjáfræðingur til að afkvista, og svo fór, að hann sneið af trénu miklu fleiri greinar en okkur fanst forsvaranlegt. En eftir það fór tréð að vaxa og verða stórt og tignarlegt. Síðan hefir það verið afkvistað árfega og nú er það orðin stór og fögur eik. Eitt er það tré hér á jörðu, sem er mest og bezt allra trjáa. Það er tréð, sem um er sagt, að “Það breföir sitt lim yfir lönd, yfir höf, Á lifenda bústað, á dáinna gröf.” Tréð, sem nú um ræðir, það er kristin kirkja. Eg get sagt það með sanni, að mér þykir vænna um það tré, en nokkurt ann-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.