Sameiningin - 01.06.1931, Qupperneq 6
IÓ4
aÖ tré í heimi. Því eldri sem ég verÖ, því vænna þykir mér um
kirkjuna, en eftir langa og mikla tilraun til þess aÖ ikynna mér
hana, er mér það ljóst orðið, að tréðl þetta hið kæra er að mörgu
leyti kræklað og lamað, fyrir þá sök, að trjáræktarmennirnir hafa
vanrækt það. Þar hafa verið látnar vaxa ójDarfar greinar, sem
draga úr vexti trésins sjálfs; og aðrar, visnar og ávaxtalausar, lafa
á trénu og óprýða það.
Það er ef til vill aldrei sársaukalaust með öllu að sníða grein-
ar af trjánum. Sársaukalaust er mér það ekki nú, að benda á
þörfina, sem til þess ber, að afkvista vort eigið kirkjutré. Það
sem sagt verður, verður sagt af fullkominni sannfæringu. Vit-
anlega er það mjög óvíst, að ég hafi vit og þekkingu til þess
að dæma rétt. Þér, tilheyrendur rnínir, takið það þá eitt til
greina, sem kann að reynast rétt hugsað.
Öll tilraun til þess að átta sig á eðli og tilgangi kirkjunnar
verður að byrja með grandskoðun á uppruna hennar. Svo er
fyrir að þakka, að það er einfalt mál. Heimildirnar i Nýja
testamentinu eru ljósar. Kristur stofnar sjálfur alls ekkert lög-
bundið félag. Um eitt skeið æfinnar hafði hann fjölda læri-
sveina. En hann lætur þá ekki ganga i félag, setur þeim engin
félagslög. Hann tekur það fram ákveðiS og hátíðlega, að hann
sé ekki kominn til þess að stofna allsherjar félag eða ríki á
jörðu. Hann telur ríki sitt algerlega og einungis andlegs eðlis.
Hann flytur mönnunum háleitar hugsjónir, kennir þeim að þekkja
og tilbiðja Guð, föður og skapara allra manna, minnir þá á, aö
allir menn séu bræður, og leggur aS síðustu lífið í sölurnar fyrir
kenningu sína um kærleikann. Siðferðis-kenning hans er háleit
og hrein og hann skilur heiminum eftir anda sinn að lifa i og
stjórnast af.
Postularnir taka við. Fjöldi manns, bæði í Gyðingalandi og
erlendis, tekur trú á hinn upprisna frelsara mannkynsinns. Á
hverjum stað mynda kristnir menn smá hópa, hver hópur er út af
fyrir sig. Félagsreglur eru fáar og óbrotnar. Fyrirkomulag safn-
aðanna er ólíkt og breytingum undirorpið. Lærisveinarnir í
frumkristninni hafa félagsskap um það eitt, að breyta eftir kenn-
ingu Krists. Þeir hafa fáa og mjög einfalda helgisiði. En þeir
eru staðfastir í bænagjörð og hafa hugann við það að þjóna
Guði. Ekkert samband er milli safnaðanna, annað en kærleik-
urinn, sem þeir bera hver til annars, sem á Krist trúa, hvar í landi
sem er. - Þeir nefna þenna hinn nýja sið veginn. Þeir hafa fundið
í Kristi nýjan veg, nýja lífsleið, nýja lífsaðferð.
Þrátt fyrir mótspyrnu og blóðugar ofsóknir leit út fyrir, að