Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 7
þessi nýji vegur myndi ná áÖur margar aldir liÖu út til gjörvalls
mannkynsins og andi Krists og lífsreglur hans sigra heiminn. En
þá kom það óhapp fyrir, að ofvöxtur hljóp í greinir trésins.
Skyndilega var hin einfalda og heilaga kristna trú færÖ i fjötra
stórkostlegra félagsbanda, við það óhappa-atvik, að kristindómur-
inn var gerður að lögskipuðum trúarbrögðum í heiðnu mannfél-
agi, í byrjun fjórðu aldar. Síðan hefir hið göfuga tré, kristin
kirkja, veriÖ oftast ofhlaðið þungum greinum veraldlegra efna,
stundum minna, stundum meira. Sérhver siðbót hefir fengist
við það eitt að sníða af hinu helga tré kristindómsins greinar
veraldlegs umstangs og mannlegra viðbóta. Mest var sú siðbót,
er til margra þjóða náði á 16. öld. Voru þá fjölmargar óþarfar og
illar greinar sniðnar af trénu, og var þess full þörf, svo herfilega
sem þær höfðu skemt tréð, og svo þungar reynst, að tréð svignaði
undir þeim. En enginn má ætla, að það fullnægi að afkvista
tré í eitt skifti fyrir öll. Helzt þarf að afkvista á hverju ári.
Eins þarf kirkjan sífelt á nýrri siðbót að halda, enda hefir mörg
siðbótin gerst síðan siðbótin mikla á 16. öld gekk um garð. Og
nú i dag er það Ijóst hverjum sjáandi manni, að ný og róttæk sið-
bót er að ríða í hlaðið.
Þeir ógnar viðburðir hafa gerst á síðustu missirum, sem
orðið hafa til þess, að opinbera heiminum, hve tré hinna kaþólsku
kirkna, bæði hinnar grísku og hinnar rómversku, hafa á sumum
stöðum ekki einungis svignað heldur og brotnaö undir þunga
veraldlegs umstangs og veraldlegs valds.
Öllum er eitthvað kunnugt um það, hvernig komið er fyrir
kirkjunni i Rússlandi. Hún er feld til jarðar og liggur þar sem
brotið trá. Oss furðar sú grimd, sem kirkjan hefir beitt verið
í Rússlandi síðan stjórnarbyltingin varð. En oss þarf það raunar
ekki að furöa. Eg man ekki til að hafa neitt hryllilegra lesið
en lýsingu, sem eg tel sanna, á kirkjunni i Rússlandi á dögum
Zaranna. tlún var ekki einungis þý einvaldsins, heldur og sem
hægri hönd kúgunarvaldsins. Hún var samfléttuð ógeðslegasta
athæfi stjórnarinnar. Hún var höfð til glæpsamlegra athafna,
og voru sumar þær athafnir, sem kirkjan var látin framkvæma,
eða embættismenn hennar, fyrir rikisins hönd, svo svívirðilegar að
þær verða ekki nefndar upphátt. Svo voru greinar kirkjunnar
samfléttaðar greinum hins siðspilta ríkisvalds, að hún hlaut að
falla og brotna með því. Var þá og við því að húast, að sá trylti
lýður, sem völdin tók eftir stjórnarbyltinguna, snérist með heipt
gegn trú og kristindómi. En þó kirkjan í Rússlandi liggi nú flöt
sem tré, er brotnað hefir í fellibyl fast niður við rót, þá mun rótin
halda lifi og upp af rótinni vaxa ný og betri kirkja. En þetta er