Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1931, Side 8

Sameiningin - 01.06.1931, Side 8
i66 hryggilegt dæmi þess, hvernig farið getur, þegar tréð er ekki afkvistað í tíma,—þegar siðbótin kemur um seinan. Þá eru dæmin í rómversku kirkjunni. Ekki þarf annað að líta en til Mexico og Spánar. Oss ofbýður aS hugsa um morðin á j)restunum og brennurnar á kirkjuhúsunum á Spáni nú i vor, eftir stjórnarbyltinguna þar. En við hverju er að búast. Spánn var kaþólskasta landið i Norðurálfu. Kirkjuvaldið og konungs- valdið var þar samgróið. Þegar konungsvaldið féll, þá féll kirkjan líka. Hún var þar orðin ríki af þessum heimi. Veraldarlimið varð loks svo þungt, aS tréð brotnaði. En þó nú hafi verið vakin athygli á þessum dæmum í nútíðar- sögu kaþólskra kirkna, þá á nú aðal-hugsun vor að snúast að kirkjudeildum vor Mótmælenda, og þá einkum að viðhorfinu á þessu meginlandi. Það er að verða hugsandi mönnurn deginum ljósara, þó þær hugsanir séu víða bældar niSur, að ef kirkjan hér í landi á að blómgast og vaxa, þá má ekki dragast lengur að afkvista tréð. Ef gengið er um trjágarð kirkjuflokkanna í þessari heirns- álfu, þá þarf ekki sérlega hvassa sjón til þess að kornast að raun um, að flest trén eru að svigna og kræklast undir ofþunga lims- ins. Kirkjurnar eru flestar top-heavy. Það er ofvöxtur i grein- unum og greinarnar of margar. Tréð þolir ekki þann þunga. Meö þessu er við það átt, að hið margbrotna veraldar-umstang kirkjunnar er að vaxa henni yfir höfuð. Til sanninda merkis um ofvöxtin í limi trésins skal hér fyrst vikið að þeim vanda og þeim flækjum, sem kirkjurnar eru komn- ar í fyrir óviðráðanlegan fjölda allskonar félagsstofnana, sem við þær loða—over-organisation. Það hefir verið sagt um þá þjóð, sem sögulega og hugsjónar- lega er lýðfrjálsasta þjóðin i veröldinni, Bandaríkin í Vestur- heirni, aS hún væri fremur öllum þjóðum nú fjötruð fjölda sinna eigin lagasetninga. Eru það víst óviðráðanlegir annmarkar lýð- ræðisins, sem i sjálfu sér er svo dýrmætt. Komandi tímar eiga það verk fyrir höndum, að afkvista hið göfuga tré lýðræðisins. Svipað má segja um fyrirkomulag frjálsrar kirkju. Lýðræðið dýrmæta er þar á háu stigi, en þar rná einnig finna annmarka þess, á því stigi, senr það er enn bæði í ríki og kirkju. Frjáls- ræðinu er samfara fjör og starfsþrá. Við það myndast ótal félög innan kirkjunnar. Þau eru í hófi ágæt og ómissandi, en geta orðið sá þungi, sem kengbeigir tréð, eins og ofvöxtur í limi. Félags- hvötin stafar af tvennu: nauðsvn þess að afla söfnuðinum fé til

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.