Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 9
lífsviÖurværis, og meÖfæddri hvöt manna til þess aÖ eiga andleg gagnskifti við meðbræður sína. Á þessu eru og tveir annmarkar: Til íjársöfnunar ganga með þessu mikla félagslega umstangi, sam- komurn og sölutorgum miklu meiri peningar en þær upphæðir, sem vinnast i safnaðarsjóð, og margfalt meiri tími gengur í það umstang en til hinna andlegu starfa. Og félagsskapnum margbrotna fylgir oft margskonar árekstur, og stundum ósam- lyndi, út af þeint hlutum, sem ekkert eiga skylt við trúna eða sjálft kirkjulífið. Á þessum ofvöxti í liminu ber sennilega ekki mikið i söfnuðum í sveitum. En í borgunum er þetta að verða v.erulegt vandamál. Sagt var í samtali i Winnipeg í vetur, um það bil að félagsfundir og samkomur voru í mestum algleymingi, að safnaðarfólk væri svo önnum kafið við fundi sína og félög, að það yrði fegið að hvíla sig heima á sunnudögum. Þetta mun nú vera öfgar, en ekki tjáir annað en að horfast í augu við þann raunveruleika í nútíðar-sögu kirkjunnar hérlendis, að ekki nerna lítill partur kirkjulegs félagsstarfs nær til hinna andlegu verð- mæta,—jafnvel má með sanni segja, að mestur hluti kirkjulegs starfs gangi til fjársöfnunar, til skemtana, til umstangs um hitt og þetta, sem ekkert trúarlegt eða andlegt gildi hefir, og menn von bráðar þreytast á. Hafi svo kirkjan ekki verið mönnum ann- að meira, en félagsleg dægrastytting, þá trénast menn upp og falla frá henni. Hér í álfu teljast um 70 kirkjuflokkar og sumir þeirra deilast aftur í marga flokka. Kirkjufélögin eru nær þvi óteljandi. Þau keppast hvert við annað. Á nokkurum síðustu árum hefir risið hreyfing all-sterk í þá átt að sameina sum af þeim kirkjufélögum. Nokkuð hefir orðið ágengt innan kirkjudeildanna sumra, en hvergi hafa aðaldeildirnar sameinast, nema í Canada, þar sem þjár stórdeildir hafa sameinast í nýja kirkjudeild fUnited Church of Canadaý. Nýkomnar kirkjuskýrslur fyrir næstliðið ár eru ekki glæsilegar. Um þær er nú rætt í öllum áttum. Árið 1930 hefir kristin kirkja í Vesturheimi sama sem ekkert aukist að meðlima-tölu, eða einungis lítið eitt ’betur en tíunda part af einu per centum. Ekki svo fáir kirkjuflokkar hafa gengið saman, þar á meðal bæði Meþódistar og Presbýterar. Smáflokkunum sumum hefir þó reitt verst af, og þá einkum Unítörum, sem týndu töl- unni svo nam 5,000, eða næstum 10 per centum af allri meðlima- tölu þeirra. Þegar borið er saman tap og ávinningur allra kirkjuflokk- anna í Ameríku árið sem leið, annara en lúterskra, þá má heita að tap og ávinningur standist á. En lúterska kirkjan óx um 56 þúsundir á árinu, og svarar það nokkurn veginn til þeirrar tölu,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.