Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1931, Side 10

Sameiningin - 01.06.1931, Side 10
sem talið er a'ð kirkjan sem heild hafi vaxiÖ um á árinu. Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að skýra orsakir vaxtarleysis kirkjunnar á yfirstandandi tíS. Sumir kenna um erfiðu árferði alment og atvinnuleysinu. Má vera að það sé að einhverju leyti orsökin, en hreint ekki að öllu leyti, og jafn- vel ekki að mestu leyti. Miklu fremur mun orsökin vera hvað niest sú, að kirkjan sé að örmagnast undir þunga limsins, svigna undir hinum ótal þungu greinum, sem út úr henni hafa vaxið, þreytast undir byrði hins ógurlega umstangs félags- og flokka- fargansins. Ef til vill er þreytan og óhugurinn hvergi bersýnilegri, en á sviði kristniboðsins. Á öldinni sem leið og fyrstu tveim tugum þessarar aldar unnu kirkjur þessa lands að kristniboði erlendis af miklum áhuga. Urn fátt er nú tíðræddara á kirkjulegum sviðum en um afturkipp þann, sem nú er í þeim efnum. Árið 1922 vörðu kirkjumenn í Vesturheimi 45 miljónum dollara til kristniboðs erlendis; en árið 1927 (síðasta skýrsla) var upphæðin komin niður í 35 milj. dollara. Hafði lækkað um 10 milj á fimm árum, og var þó góðæri öll þau ár. Margar orsakir eru tilfærðar fyrir þverrandi áhuga kirkju- fólks á kristniboði, sumar sannar, aðrar ósannar. Auðveldast er að kenna um illum aldarhætti og vantrú. En það fullnægir ekki Breyting á viðhorfi og þekking á trúarbrögðum og menning austurlenzku þjóðflokkanna kemur að einhverju leyti til greina. Andúð Asíu þjóðanna gegn vestrænu menningunni stðan á stríðs- árunum og yfirlýsingar mikilsmetinna andlegra stórmenna, krist- inna, í Austurálfu þess efnis, að þeir óski þess, að fá sem mest sjálfir að annast um útbreiðslu kristinnar trúar í sínum heima- högum, í þarlendum þjóðræknisanda, hefir haft mikil áhrif. En aðal-orsökin er sú, að fjöldi fólks hefir komið auga á þá óhæfu, er stafar af kappakstri kirkjuflokkanna um lönd heiðingjanna, sem kallaðir eru. Brjóstviti alþýðu hefir verið ofboðið með skýrslum um tilkostnað þann hinn mikla, sem hið margfalda trú- boð hefir í för með sér. Mörgum er farið að finnast það all- óþarft, að flytja kirkju-sundrungina til útlanda og ala á henni erlendis. Tilkostnaðurinn við öll hin fjölmörgu kirkjulegu stjórn- arvöld, skrifstofur, eftirlitsmenn og nefndir heima fyrir, og margfaldur kostnaður erlendis við rækslu starfsins þar í svo mörgu lagi, hefir vaxið alþýðu í augum. Þetta hefir nú leitt til þess, að leikmenn í kirkjunum hér í Ameríku hafa tekið til sinna ráða. Hafa þeir átt fundi með sér um málið og ákveðið að skipa úr sínum hópi nefnd til þess að rannsaka alla tilhögun kristniboðs- starfsins. Eiga að vera í nefndinni tólf úrvals menn úr sem flest-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.