Sameiningin - 01.06.1931, Side 11
i6g
um kirkjuflokkum. Seinast er eg vissi voru fengnir tíu menn
af tólf í nefndina, þjóðkunnir ágætismenn. Á nefndin að rann-
saka máliÖ frá rótum, bæði heima fyrir og erlendis. í haust
gerir nefndin ráð fyrir að halda á stað til Austurlanda. Er talið
víst, að starf nefndarinnar verði til þess að margur kvistur verði
sniðin af þessari grein hins góða trés.
Þess var áður getiS, að kirkja vor hin lúterska hefði vaxið
öllum kirkjum meir hér í Ameríku árið sem leið. Er það oss
að sjálfsögðu mikið gleðiefni. En óvitrir værum vér og fáfróðir
ef vér mikluðumst af því. Þó svona vel vildi nú til þetta ár, þá
er þess að minnast, að árin næstu á undan var viðkoman ekki
jafn-glæsileg. Og eigi tjáir heldur annað en að horfast í augu við
þann raunveruleika, að flestum kirkjum fremur er lúterska kirkjan
margklofin og sundurleit. Eðlileg skifting er og hefir ávalt verið
innan lútersku kirkjunnar af þjóðernislegum orsökum. Er við það
ekkert að athuga. Reynslan kennir, að við kirkjuleg störf og
Guðsdýrkun njóti menn sín bezt i samfélagi við þá, sem manni
eru tengdir blóðböndum og sameiginlegri hugsjóna arfleifð. En
hér er fleiru til aö dreifa og miður sæmilegu. Samskonar viðsjár
eru með mörgum lútersku krkjufélögunum sjálfum, eins og
stórdeildunum, nema fremur sé. Félagslega samkepnin er oft
harðvítug og ávalt kostnaðarsöm.
Við, sem heima eigum í Winnipeg, höfum á síðastl. vetri
haft fyrir augum einhvern hinn ömurlegasta harmsleik, sem hugs-
ast getur á kirkjulegu leiksviði. Lúterskir Þjóðverja.r eru þar
í borginni í fjórum kirkjulegum hervirkjum, en öll virkin eru útibú
frá stóru lútersku kirkjufélögunum í Bandaríkjunum. Þessi
fjögur lútersku kirkjufélög keppa og berjast urn Þjóðverjana i
Winnipeg, sem ekki eru þó nema tiltölulega fáir. Ófriður braust
út í haust við það, að óeining varð þar í einum söfnuði og prestur
fór með lítin hóp manna með sér burt úr söfnuðinum. Áður
en málið var rannsakað til hlítar af kirkjufélagi því, sem hlut átti
að máli, tekur annað lúterskt kirkjufélag þessa frávillinga í faðm
sinn, stofnar handa þeim nýjan söfnuð og með tilstyrk sunnan úr
Bandaríkjum kaupir smásöfnuði þessum kirkju á næsta strætis-
horni við enn aðra lúterska kirkju. Lýst þeirri kirkju ekki á
]>enna nýja keppinaut og skorar á kirkjufélag sitt að mótmæla
þessu tiltæki hins kirkjufélagsins. Voru nú þrjú kirkjufélög kom-
in á orustuvöllinn. Kirkjuhöfðingjar sunnan frá aðalbólum stór-
félaganna koniu norður og rnikið gekk á. En svo fór, að til ])ess,
að missa ekki af þessum nýja smáhóp, lagði stórfélagið í Banda-
ríkjunum til mörg þúsund dollara fyrir þak yfir höfuð honum,
enda þótt smákirkjan hin, á næstu gatnamótum, hefði líka á