Sameiningin - 01.06.1931, Page 12
sínum tíma fengiÖ marga tugi þúsunda a8 sunnan sér til lífs-
viSurværis og lifi á árlegum styrk.
Væri þetta eins dæmi, sem gerst hefir i Winnipeg, hefði
ekki átt viS að nefna þa8. En því miÖur hafa svipaðar sögur
gerst bæði oft og víða. Kirkjuflokkar og kirkjufélög keppa
um mannaforráð. Jafnvel í litlum sveitaþorpum má oft finna
tvær, þrjár eða fjórar smákirkjur sömu trúar, allar fjárhagslega
á heljar þröm, og öll með lífsmarki einungis fyrir meðlag úr
trúboðssjóðum stærri kirkjufélaganna, sem telja sér þessa mann-
hópa, hvert um sig, og mega ekki af sínum hópi sjá til hinna.
En í trúboðssjóði þessu til styrktar leggur fólk í góðri trú og
Guði til dýrðar.
Nokkur rök þykist eg nú hafa fært fyrir því, að félagslegur
ofvöxtur þover-organizationj sé orðinn að þyngri greinum á
trénu, en það fái risið undir. Undir þessum óþarfa þunga svignar
kirkjan. En sem betur fer, hafa augu margra opnast og siðbót
vonar maður, fremur en bylting, að sé fyrir dyrum. Að þessu
leyti að rninsta kosti verður í nálægri tíð hið góða, ódauðlega
kirkjutré afkvistað'■—óþörfu greinarnar verða sniðnar af.
Er ræðir um ofvöxt í greinum trésins, verður ekki gengið
framhjá stofnunum og fyrirtækjum kirkjunnar. Inn í kirkju-
málið enska hefir nýlega komist orðið Institutionalism. Undir þá
grein kemur sú nútíðarstefna kirkjunnar, að taka að sér margs-
konar fyrirtæki, er miða að skemtunum, íþróttum og almennri
fræðslu.
1 öllum borgum og víða um sveitir eru reistar kirkjur með
nýtízku tækjum: söngsal, sundpolli, knattborði, íþróttavelli, eld-
húsi, danssal, o. fl. Mest er um þessi tæki og fyrirtæki í hinum
voldugu musterum, sem auðmenn landsins halda uppi. En
srnærri kirkjur og fátækari sækja í sama horf eftir þvi, sem
ástæður leyfa. Augnamiðið er að hæna sem flesta að kirkjunni
og halda mönnum frá óhollum áhrifum annarsstaðar. Engum
vafa er það undirorpið, að sitt hvað hefir þetta fyrirkomulag til
síns ágætis og ef hófsamlega er haldið á mælir margt með því.
Eigi að síður dylst það ekki, að kirkjan dansar þar á hálum ís og
á það á hættu að tapa andlegu verðmæti sínu. Það hefir aldrei
orðið kirkjunni til annars en tjóns, að víkja frá sínu eina ætlun-
arverki og fara að fjasast í veraldlegum sýslum. Fyrst og fremst
fær hún ekki kept við veraldarlegar stofnanir í veraldlegum efn-
um og missir fljótt tiltrú á þeim svæðum. Og í öðru lagi glatar
hún lotningu almennings, óðar en hún hættir að vera helgidómur