Sameiningin - 01.06.1931, Side 13
Þetta kemur i ljós viÖ notkun kirkjuhúsanna. Söfnuður, sem
breytir bænahúsi sínu i skemtisal öðru hvoru, glatar nærri a'ð
segja sálu sinni. Hafi þeir menn, er söfnuð mynda nokkuð sam-
eiginlegt, þá er það þörf þess, að tilbiðja Guð hver með öðrum.
Reisi þeir menn sér kirkju, þá er það ekki til annars en þess, að
eiga þar sameiginlegt bænahús. Nú er tilbeiðslan helgasti þáttur
andlegs athafnalífs mannanna. Og það er með það eins og annað,
að umhverfið hefir mikil áhrif. Fyrir því er sú meðvitund, að
staðurinn sem maður stendur á sé heilagur, tilbeiðslu mannsins
ómissandi. Gerð hússins, kirkjuprýðin, dómarnir helgu í húsinu,
en einkum endurminningarnar um návist Guðs á bænafundum
safnaðarins í kirkjunni, eru svo dýrmæt hjálparmeðöl, að þeim
má ekki fórna fyrir ímyndaða hagsmuni. Það þrífst enginn söfn-
uður lengi, sem vanhelgar altari sitt, eða gerir bænahús sitt að
hversdagslegum húsakynnum. Það þarf víða, og einnig hjá oss,
að afkvista, sníða af margar greinar, sem óprýða bænahús vor og
gera þau lítt nothæf til tilbeiðslu.
Vegna veraldlegs umstangs kirkjunnar flýtur það af sjálfu sér,
að þeir menn, sem helgaðir eru til þess að vera andlegir leiðtogav
safnaðanna, eru einatt mikið fremur hagsýnir verkstjórar, heldur
en andleg leiðarljós. Ekkert spakmæli hafa prestar tileinkað sér
fremur en þetta hið fornkveðna: “Ekkert mannlegt er mér óvið-
komandi.” Enda er þess krafist af þeirn, að þeir séu framarlega í
öllu félagslífi, hrókar alls fagnaðar á mannfundum, og að þeir
verji sem mest tíma sínurn til þess að rölta um sóknina fólkinu
til skemtunar. Ekki er þetta sagt til þess að draga úr nauðsyn
náins og ástúðlegs sambands prests og sóknarbarna, heldur tii
að draga athygli að því, að oft getur svo farið, að sambandið
verði miklu lakara einmitt fyrir vafstur perstsins í hversdagslegum
efnum. Prestar eru eins og aðrir menn meira og minna galla-
gripir. Við umstang þeirra um veraldleg efni og viðleitni þá,
að vera “góður kunningi” allra, fer svo einatt, að fyrir það rýrnar
fremur virðing almennings fyrr embættinu, og oft stafar af þvi
afbrýðisemi og kritur milli fólks í söfnuðinum, ekki sízt þar sem
mjög eru skiftar skoðanir á málum manna. Það verður oft til
tjóns, að presturinn telzt til eins flokks eður annars, einnar klíku
eður annarar, í mannfélagsmálum og samkvæmislífi fólksins, sem
hann þjónar.
Þrátt fyrir það, að eg hefi sjálfur alls ekki framfylgt þeirri
reglu og ekki til fulls komið auga á hana fyr en nú á efri árurn,
er ég þess fullviss orðinn, að til þess að prestur geti verið söfnuði
sínum andlegt leiðarljós, á hann að hafast sem mest við í em-
bætti sínu einu saman, verja tíma sínum til náms og lesturs og