Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1931, Side 14

Sameiningin - 01.06.1931, Side 14
172 andlegra hugleiðinga og vera sem minst á vettvangi öðruvísi en í þjónustu síns heilaga embættis. Það er að nokkru leyti með prest- inn, sem framkvæmir helgiathafnir kirkjunnar, eins og með bænahúsið sjálft, að áhrifin af embættisfærslu hans verða fyrir það meiri, að fólk minnist hans einungis, sem þess manns, er í nafni Drottins fer með helga dóma kirkjunnar. Við það myndi og hverfa mikið af hinum daglegu palladómum um prestmanninn, samanburður á prestunum, metnaður og afbrýði meðal þeirra sjálfra. Fólk myndi síður sækjast eftir þessum eður hinum til embættisverka, íyrir persónulegan kunningsskap, eða af hleypi- dómum. F,f til vill eru það ekki ávalt vinsælustu prestarnir, sem mest gefa sig einungis við þjónustu hinna andlegu hugsjóna heil- agrar trúarinnar, en helzt verða það þó þeir, sem einhver varanleg ljós skilja eftir í sálum manna, þegar þeir fara héðan. Þegar ræðir um stofnanir og starf kirkjunnar (hnstitutional- ism) verður ekki gengið framhjá mentastofnunum hennar. Þegar land þetta fyrst bygðist af fólki frá Norðurálfu heims, var kirkjan í fararbroddi. Dandið bygðu margir þjóðflokkar og framan af talaði hver þjóðflokkur sína tungu og fylgdi sínum siðum. Vildi og hver um sig varðveta sem bezt sína arfleifð. Þar sem engir skólar voru fyrir í landinu, varð það hlutverk kirkjunnar að annast fræðslu æskulýðsins. Það tillag kirkjunnar til menn- ingar jijóðanna á þessu meginlandi verður aldrei ofmetið. Nöfn margra kirkjulegra leiðtoga frá landnámatíð geymast í sögu þjóðanna um aldur og æfi fyrir áhuga þeirra og athafnir við mentamálin. Enda eru sumar þær mentastofnanir, sem nú njóta mestrar virðingar í álfunni af þeim rótum runnar. Framan af, og siðar, þar sem níbygðir hófust, gekst kirkjan aðallega fyrir ö!lu skólahaldi: barnaskólum, miðskólum, og lærðraskólum. En er skpulag komst á með ríkisstjórn og útlendu þjóðflokkarnir urðu að innlendri þjóð, tók ríkið skólamálin í sínar hendur og annast nú mentamálin líklega á víðtækara hátt og fullkomnari en annarsstaðar í heimi. Við það hefir hinum smáu kirkjuskólum fækkað og víða eru þeir að mestu horfnir. Svo má heita, að hvarvetna annarsstaðar en hjá kaþólskum mönnum séu nú Itarna- skólarnir í höndum ríkisins. í eldri bygðum hafa og miðskólar þacademies) kirkjunnar verið lagðir niður og í staðinn hafa kom- ið miðskólar (high schools) rikisins. Þörf kirkjuskólanna er víðast horfin, þar sem heita má, að nú sé High School í hverju sveitaþorpi og margir þeirra í hverri borg. Fá því ekki Academí-in þryfist, nema ef til vill þar sem svo stendur á í hili einhversstaðar, að High Shools ríkisins ekki rúma alla, er að þeim standa. Það er þá orðið eitt af vandamálum kirkjunnar að losa sig við þessa

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.