Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1931, Síða 15

Sameiningin - 01.06.1931, Síða 15
i73 mörgu smáskóla sína, sem nú eru óþarfir orðnir, eða eins og einn leiðtogi norsku kirkjunnar í Ameríku komst að orði: “Vanda- mál okkar er ekki það, að halda við Academi-um okkar, heldur það, aí> losna við þau.” Það vill stundum verða erfitt tilfinninga- mál. Svíar í vesturhluta Bandaríkjanna hafa gengið hér til verks með mikilli röggsemi. Á kirkjuþingi þeirra i fyrra var afgreidd þingsyfirlýsing í þá átt, að sá tími væri liðinn, að nauðsyn bæri til þess að starfrækja kirkjulega miðskóla, þar sem samskonar skólar ríkisins væru nú á hverju strái. Var ákveðið að leggja þegar niður aðal-skólann, þeirrar tegundar, Minnesota College í Minneapolis, sem staðið hefir um aldar fjórðung og var á sinni tíð vinsæl stofnun. Nokkrum nánum aðstandendum skólans tók þó svo sárt til hans, að þeir báðu leyfis að halda honum áfram upp á sína ábyrgð. Var það gert, en tilraun sú varð til engis. Skólinn tapaði 7,000 dollurum á árinu og var nú í vor ákveðið að leggja hann niður. Sama er að segja um Academí-ið í sambandi við Gustavus Adolphus College i St. Peter, tilheyrandi sænsku kirkjunni. Umráðamenn þess hafa ákveðið að liætta við það. Sama saga gerist hjá Þjóðverjum, nema í nýjustu bygðum. Jafn- vel Academí þeirra í Saskatoon á víst að hætta nú, eftir að hafa staðið einungis fá ár, en guðfræðadeildin, sem verið hefir í sambandi við þann skóla, á að halda áfram. Sagði forstöðumaður þess skóla mér það sjálfur, að engin tiltök væru að halda uppi kirkjulegum miðskólum í Norðvestur landinu, þar sem allir hefðu frían aðgang að miðskólum ríkisins í sínum heimahögum. Þá er það og á vitund manna, að smáskólar kirkjunnar hafa ekki efni á því að veita sér tæki þau, er ríkisskólarnir hafa, hvorki húsakynni, áhöld, íþróttavelli né heldur það meiriháttar félagslíf, senr rikis- skólarnir bjóða ókeypis. Nokkurn veginn sammála munu rnenn orðnir um það um þvera og endilanga álfuna, að dagar hinna kirkjulegu smáskóla séu taldir, og raunar allra duka-skóla, annara en þeirra, sem sökum auðlegðar hafa sérstök hlunnindi að bjóða þeinr, sem efni hafa á því, að kosta börn sín þar. Nokkuru öðru máli er að gegna um hinar æðri nrentastofnanir eður College-skóla kirkj- unnar. Ljóst er það að sönnu orðið, að ekki heklur þeir hafi til- verurétt nema svo, að þeir séu svo efnum búnir, að þeir geti vaxið til sama þroska og beztu háskólar ríkisins. Farið er því að reyna að slá þeim saman sumstaðar með því augnamiði, að í landinu fái staðið og haldið áfram ávalt fáeinir lærðraskólar undir stjórn kirkjunnar, sem fyllilega standi ríkis háskólunum á sporði og njóti samskonar viðurkenningar og þeir að lögum. Út af tvískifting skólanna í liðinni tíð, i ríkisskóla og kirkju-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.