Sameiningin - 01.06.1931, Síða 16
174
skóla, hefir or'Öið til hjá sumu góÖu kirkjufólki sú trú, að skólar
ríkisins væru fremur óguðlegar stofnanir og það væri verulegur
sálarháski fyrir unglinga að stunda þar nám. Á þessu hefir
verið alið við almenning, af þeim sem barist hafa fyrir kirkju-
legum sérskólum. Þetta álit á skólum ríkisins var mér ungum
innrætt og lengst af æfinnar hefi ég reynt að innræta það öðrunr.
Eg verð að játa það, að eg hafði litla þekkingu á háskólum ríkisins
og hafði þetta eftir öðrum eins og trúarjátning. Eg hefi nú breytt
þeirri skoðun all-mikið, aðallega fvrir það, að afla rnér eftir föng-
um upplýsinga um háskólana. Við það tók hið fyrra álit mitt
fyrst að bila, að eg veitti því eftirtekt, að stúdentar við háskólann
i Manitoba væru einna staðfastastir nemendur í “Biblíuflokkun-
um” í sunnudagsskóla mínum í Winnipeg, gerðust upp til hópa
síðar kennarar í sunnudagsskólanum og sumir þeirra væru ötul-
astir starfsmenn í ungmannafélögum og einkar kirkjuræknir. Við
það að mitt eigið barn tók að stunda nám við háskólann, gat
eg einnig fengið nokkurt hugboð um andann í skólanum. Eg hefi
og stöku sinnum verið til þess hvaddur að stýra guðræknis-stund-
um þar við háskólann, og þó öllum sé í sjálfs vald sett, hvort þeir
sækja þær stundir eða ekki, þá furðaði mig á því, hve fjöldi
stúdenta var mikill við guðræknis-athafnirnar. Þá er mér og um
það kunnugt, að hinn virðulegi erkibiskup ensku kirkjunnar hefir
um langt skeið verið formaður háskólaráðsins og að í háskóla-
ráðinu sitja nokkurir hinna helztu máttarstólpar kirknanna i
Winnipeg. Það veit eg, að sumir kennarar háskólans eru með
björtustu ljósum kirkjunnar og hafa með höndum störf og enr-
bætti i kirkjum borgarinnar. Það veit eg nú einnig, að þessi
háskóli er ekki guðlausari en það, aö i Artium deild skólans mega
stúdentar samkvæmt reglugerð háskólans velja biblíufræði tvö sið-
ari skólaárin svo svari fjórða hluta námsgreina sinna allra. Að
þar sé vantrúaðir kennarar innan um er mér ljóst, en ég þori að
staðhæfa það, að megin-andi háskólans sé kristindómi hlyntur
en ekki andstæður.
Svipað því sem sagt hefir verið um háskólana i Manitoba, má
óhætt segja um alla háskólana i Canada. Margt hefir verið sagt
urn það, hve óguðlegir séu háskólarnir í Bandaríkjunum. Eg er
sannfærður um það, að það er all-mjög orðum aukið. Helzt er
mér kunnugur ríkisháskólinn í Minnesota. Mér er um það
kunnugt, að út af þeinr skóla hafa komið ungir menn, sem til
fyrirmyndar eru i söfnuðum sínum. Nýlega átti eg ítarlegt sam-
tal við lúterskan prest, sem útskrifaður er af þeim háskóla, og
bar hann skólanum vitni um alt annað en guðleysi. Enda mætti
það undarlegt vera, ef sá skóli, sem andi Cyrus Northrops enn