Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1931, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.06.1931, Qupperneq 17
þá hvílir yfir, þess manns, sem verið hefir eitthvert hið bjartasta ljós kirkjunnar í Ameríku, sé guðlaus stofnun, eða óvinveitt kenningu Jesú frá Xazaret. Um ríkis-háskann í Norður Dakóta hefir hinn velmetni kennari þar, Dr. Richard Beck, sagt mér, að yfirleitt ríki þar kristlegur andi, skólastjóri og flestir kennarar sé ágætir kirkjrmenn, og meginþorri stúdenta tilheyri kristnum söfn- uðum og sæki reglulega helgar tíðir. Að í háskólunum sé margir vantrúarmenn, efa eg ekki. Þeir eru allstaðar. Að hér og hvar hafi kennarar vaðið uppi með þvætt- ing í háskólunum, dylst mér heldur ekki. En ósamboðið er þaS samvizkusömum mönnum, að halda þeim einstöku dæmum á loft eins og mynd af háskólum landsins og hræða með þeim fá- vísan lvð. Það hefir löngum verið stefna kirkjulegra leiðtoga að afkvía menntalýð kirkjunnar, halda honum burt frá hinum almennu fræðslustofnunum og bægja frá honum sumum þeim skoðunum, sem ryðja sér til rúms á sviðum þekkingarinnar. Mjög er það hæpið, að þetta sé viturlega ráðið. Ungir mentamenn þurfa ein- mitt að reynast á þeim vettvangi, þar sem vitsmunir og vísindi hasla sér óskorðaðan völl. Og það gengur næst því að vera van- trúar-yfirlýsing á kristindóminum sjálfum, að þora ekki að treysta á gildi hans á sviðuin þekkingarinnar hvar sem er. En viturlegt er það, sem nú bafa margar deildir kirkjunnar færst i fang, að fylgja ungmennum sínum til háskólanna og hafa þar í námunda við háskólann kirkju-heimili og prest til að fullnægja andlegum þörfum námsfólksins. Áhrif þess að sérkvía trúflokkana í fræðslumálum hefir náð hvað mest til þeirra æskutnanna, sem að loknu námi á kirkjuskól- um, án þess nokkurn tima að stiga fæti inn fyrir dyr í hinum al- men.nu fræðslustofnunum, gerast prestar og andlegir leiðtogar safnaðanna. Ekki er eg nú í neinum vafa um það, að fyrir það hafa þeir verið sviftir nauðsynlegum skilyrðum fyrir þekkingu á samtíð sinni og andlegum þroska í þeim efnum sumum, er nútíðar- leiðtogum er ómissandi. 1 kirkjuskólum er einkum hlúð að þeim, sem líklegir þykja til kennimannlegrar stöðu. Þegar að því kem- ur að velja lífsstöðu, er ávalt leiðin greiðfærust inn í prestaskól- ana, og þar eru menn styrktir til náms og það stundum um hóf fram. Verður þetta alt ekki svo sjaldan til þess, að þeir sem minni máttar eru veljast i prestsembættin, þar sem þeir, sem meira hafa andlegt atgerfi, brjótast hinar erfiðari leiðir, lækna, lögfræð- inga, o. fl. Það tiltæki kirkjunnar að mata lærlinga sína og gefa með prestsefnum sínum, hefir alið upp þann hugsunarhátt, að presturinn sé einskonar þurfatnaður; presturinn er frá upphafi

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.