Sameiningin - 01.06.1931, Page 18
i;6
vaninn á það, aÖ vera upp á aðra kominn og una því vel, en ekkert
getur frernur en það, alið upp í manni andlegan roluskap.
Þenna hugsunarhátt, þetta inferiority complex, er kemur til
kirkjustofnana, kirkjulegra embættismanna og allra kirkjulegra
fyrirækja, þarf áreiÖanlega aÖ afkvista. Kirkjan þarf í öllum
greinum að bera meiri virðingu fyrir sjálfri sér. Svo að eins
fær hún notið virðingar almennings, að hún sé sjálfstæð og höfð-
ingleg á þeim sviðum, sem henni tilheyra, en til þess verður hún
þá líka að halda sig á þeim sviðum einum, en vei'a ekki á vappi
út á þeim sviðum, sem henni eru óviðkomandi og þar sem hún
aldrei getur verið annað en hálf-drættingur.
Er um ræðir afkvistun trésins góða, er nefnum vér kirkju,
verður ekki hjá ]>vi komist að drepa á þá tilhneigingu manna, að
nota kirkjulegan félagsskap og vald kirkjunnar við löggjöf og lög-
gæzlu og til áhrifa á mannfélagsmál, eins og þau horfa við i það
og það skiftið, eða til þess að fá sinu framgengt með tilstyrk
borgaralegra laga. Kristindómsins aðal-ætlunarverk er að vera
heilagt súrdeig í mannfélaginu og veita heilögum anda inn i
hugsunarhátt manna. Auðnist kirkjunni að koma anda
Krists inn í hugsunar- og vilja-líf almennings, þá er öllu óhætt með
skipulag mannfélagsins. En fari kirkjan að vera eins og hver
annar stjórnmálaflokkur, er berst fyrir einni eður annari stefnu
i mannfélagsmálum, missir hún bæði vald á sjálfri sér og vald
það, sem hún hefir á andlegum sviðum. Það er stundum ætlast
til þess, að kirkjan sé einskonar allsherjar siðagætir, og vill þá
hver og einn að hún gæti þeirra siða, er hann telur rétta. En til
þess hefir kirkjan aldrei verið kjörin, að vera “pólití,” heldur sam-
vizka mannfélagsins.
Nokkur dærni um ofvöxt þessara greina má nefna:
Hér í landi hafa surnir flokkar kirkjunnar gengið æði langt í
því að leitast við að skipa fyrir um það með lögum, hvernig borg-
arar þjóðfélagsins mættu haga sér á kirkjulegum. helgidögum, svo
sem hvort þeir mættu aka á sporvögnum um borgina á sunnudegi,
fara á eimlest til sumaíbústaða sinna á hvíldardegi, eður hafa urn
hönd leiki og íþróttir á messudögum. Og ávalt hafa kirkjuflokkar
þessir orðið undir í því umstangi. Ber margt til þess. Fyrst og
fremst telst nú ekki nema helmingur landfólksins til kirkjunnar,
og sæmir ekki kirkjufólki, enda þótt það væri sjálft sammála, að
segja hinum helmingnum fyrir um helgihaíd. Svo eru margar
miljónir Gyðinga og annara, sem aðra helgidaga hafa en kristnir
menn. Ættu ])eir þá eins að hafa tilkall til lagaskipana eftir