Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 19
i/7
þeirra venjum. Hitt er annaÖ mál, aÖ kirkjan hafi það vald yfir
samvizkum sinna manna, aÖ þeir af sjálfshvötum haldi hvíldar-
daginn heilagan, og það í anda og sannleika, en ekki eins og
Farísear forðum.
Hvar sem kristin kirkja lætur lúÖur sinn hljóma í anda
Jesú Krists, falla múrar spillingarinnar eins og í Jeríkó. Engin
siðspilling er annað eins undirdjúp mannlegra meina og sorga eins
og áfengisspillingin. Gegn henni verður kirkjan að hrópa í heil-
ögum anda bæði ár og síð, unz samvizka allra lýða vaknar. En
sjálfs sín rödd1 getur kirkjan veikt, og hefir veikt, með því að
láta hafa sig til þess að flétta lim sitt saman við pólitízk félög og
fara í pólitízkan leiÖangur í samoki við herskáa forystumenn einn-
ar löggjafar eður annarar. Svo raunalega hafa sumar hinna
pólitísku bindindishreyfinga reynst, að kirkjan hefir alt annað en
grætt á samneyti við þær. En sé kirkjan sjálfri sér og Guði trú,
getur hún—og hún ein—skapað þá réttlætis-tilfinnningu i brjóst-
urn manna, að þeir, fyltir anda Drottins, reki frá sér og sinni þjóð
Satan víndrykkjunnar. En hún vinnur það ekki með valdi,
heldur með anda sínum. Það var ekki fyrir pólitízk áhrif, heldur
fyrir réttlætis-andanum, sem i honum bjó, að djöflarnir hrukku
undan Kristi. Þegar kristnir menn tileinka sér þann anda rétt-
lætisins, sem var í Jesú Kristi, og ganga fram í þeirn anda, þá
hrökkva djöflar ofdrykkjunnar og annarar spillingar burt úr
landinu.
Með einkennilegustu fyrirbærum má vist telja þann ofvöxt,
sem á allra síðustu tíð hefir hlaupið í lim kirkjunnar þar sem um
er að ræða afskifti hennar af fjölgun mannkynsins. Á biskupa-
stefnunni miklu í Kambeth i vetur var eitt af “brennandi spurs-
málum” fundarins það, hvort leyfilegt væri, og þá á hvern hátt
það skyldi gert, að stemma stigu fyrir tilkomu fósturs í móður-
lífi Úbirth controlj. Biskuparnir voru flestir á því, að það rnætti
láta sig gera á skikkanlegan hátt. Fór sá boðskapur þeirra um
allan heim. Þá stóð upp heilagur Píus páfi í Róm suður og út-
varpaði því orði unr veröld alla, að það væri syndsamlegt, að taka
frarn fyrir hendurnar á náttúrunni í þessu efni. Svo var rnálið
borið upp í lögréttu Kirkna-sambandsins hér í Ameríku, þar sem
ekki eru borin upp nerna stærstu og sameiginlegustu velferðarmál
kirknanna. Eögréttan var miklu fremur á máli biskupanna, en
páfans. Margar samþyktir á þingum hafa gerðar verið síðan og
margur kirkjuhöfðinginn hefir látið til sín taka um þetta mál.
Það fer varla hjá því, að siðarmeir verður brosað að öllum
þessum hákirkjulegu yfirlýsingum unr Irarnaeignir. En það er
verulegt áhyggjuefni, að svo er komið, að kirkjan fer að gefa sig