Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 20
i78
við svona málum, sem er tii litils annars en að kitia forvitnina.
Miklu fremur heyrir alt þetta undir álit og leðbeiningar lækna og
þeirra, sem heilbrigðismál mannfélagsins hafa til meðferðar. Það
má fullyrða, að alment verður ekkert tillit tekið til álits og úr-
skurða kirkjufundanna í þessu efni. Og einmitt það er hið mikla
tjón, sem kirkjan vinnur sjálfri sér, að með þvi að vafsast i þeim
málum, sem henni koma ekkert við og hún heldur ræður ekki
neitt við, þá missir hún álit sitt og vald einnig í þem efnum, sem
henni er trúað fyrir og heyra undir hennar dóm. Þessi og þvílík
afskifti kirkjunnar af einkamálum manna og af félagslífi þeirra
alment, bendir á ástand ekk ósvipað sumu því, sem tiðkaðist í
kirkjunni á undan siðbótinni á 16. öld og hratt henni af stað. Það
bendir þá og til þess, að ný siðbót gangi nú í garð og að hinn
alvaldi herra kirkjunnar sé nú þegar farinn að brýna sniðilinn til
þess að afkvista tréð.
Erindi þetta hljóðar um það eitt, sem dregur vöxt úr kirkj-
unni og þarf þvi að afkvista. Annað mál og ekki minna er það,
hvernig nú verði hlúð svo að trénu, að það fái vaxið sem bezt
og borið sem bezta ávexti. Hér verður ekki annað gert, en að
drepa á megin-atriði þess máls.
Kirkjan, afsniðin öllum auka-greinum og afkvistuð hinu
þunga limi sinna veraldlegu sýslanna, á að verða, eins og hún í
upphafi var, andlegt ríki; ættjörð eilífðar-hugsjóna þeirra, er
Jesús Kristur færði heiminum; bústaður trúaðrar tilbeiðslu þeirra
manna, sem hafa i sér anda Drottins Jesú; samvinnufélag þeirra
bræðra, sem hvern annan styðja til þess að breyta í verulegum
skilningi eftir siðareglum Jesú. Slík stofnun er i sjálfu eðli
sínu dulræn og því fráskilin veraldlegum önnum. En fyrir helg-
unar-áhrif þau, er hún hefir á þá menn, sem andlega nærast við
hennar móðurbrjóst, verður hún sterkasta aflið—einasta aflið—
mannkyninu til hjálpræðis.
Út um alla veröld og hér í heimahögum eru menn að leita að
andlcgu musteri, þar sem þeir geti gengið inn og hvilt sig af
þrautum lífsins og áhyggjum, sem nú gerast óbærilegar um heim
allan, og þar sem þeir geti fengið að dreyma sæluríka drauma um
betra lif í eilífðinni.
Margur þreyttur vegfarandi nemur staðar við dyr kirkjunnar,
hlustar og gægist inn. En hann sannfærist um, af því sem hann
heyrir og sér, að ekki sé þar heldur að finna það musteri friðarins,
sem hjarta hans þráir. Þar er sama ókyrðin eins og úti, sama
stappið og stritið, sama veröldin og sú veröld, sem hann er að