Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1931, Side 21

Sameiningin - 01.06.1931, Side 21
179 flýja frá. Og hann virSir fyrir sér mennina, senr út ganga um kirkjudyrnar og fram hjá honum, og hann sér á svip þeirra sömu þreytina, og ó’Öar en þeir korna út á torgiÖ, steypa þeir sér í hringiÖu syndanna alveg eins og hinir. Og leitandinn heldur áfram aÖ leita. En nú er hann líka nærri kominn í hlaðiÖ, sá er s’itur hógvær á baki áburÖadýrsins lága og ríður inn til borgarinnar. ÓþornuÖ eru enn af augum hans tárin, er hann grét uppi á Olíufjallinu. Sjá, hann stefnir beint til musterisins, og sjá, hann hefir búið sér til svipu úr beizli folans, og með hana í höndunum gengur hann inn í musterið til að hreinsa það. Þegar andi Jesú fyllir kirkjuna, verður hún hrein. Þá verður hún aftur musteri friðarins, musteri eilífrar hvíldar. Þá verður hún aftur bústaður barnanna. Eg veit ekki hvort vér lifum til hvítasunnunnar, siðbótarinnar, sem er í nánd. En eg vil að við sleppum öllu öðru en því, að greiða hvítasunnunni veg. Eg veit ekki hvað verður um vort eigið litla kirkjufélag. En ég veit hvað það á að verða. Það á að verða litið friðar-musteri í íslenzku mannfélagi, musteri and- legs samneytis þeirra manna, senr vera vilja bræður hver annars í Jesú Kristi og standa hlið við hlið upp á hæðinni og horfa til hirnins. Mig dreymir fyrir ]?ví, að dyr þessa litla musteris standi öllum opnar. Mig dreymir fyrir því, að þetta litla tré verði af- sniðið öllum kvistum veraldlegs umstangs og laga-forma. Mig drevmir fyrir því, að árlegur fundur félagsmanna verði allsherjar bræðramót, sem allir sækja, er styrkjast vilja í samfélaginu við Krist, án tillits til tölu eða kjörbréfa, og það mót verði andleg laufskálahátíð þeirra, er vilja helga sig æ betur til eftirbreytni við Jesúm Krist, og engin veraldleg umsýsla né þref og atkvæða- magn dragi þar úr gleði og friði 'Guðs barna. Mig dreymir fyrir þvi, að söfnuðir kirkjufélags vors, verði hver á sínum stað, griða- staður kristilegra hugsjóna, helgur friðarreitur í sínu umhverfi, þar sem dyr kirkjunnar séu opnar nótt og dag fyrir þreyttar sálir mannanna, en þaðan hverfi alt veraldlegt umstang og allur rnanna- munur. Einu sinni voru þrir lærisveinar staddir með Jesú Kristi uppi á fjalli. Þeir voru þar með honum einir og fráskildir heiminum. Þeim hafði aldrei fundist jafn unaðsríkt að vera með honum eins og stundina þá. Jesús ummyndaðist þar fyrir augum þeirra til svo mikillar dýrðar, að orð þeirra fengu ekki lýst því. Um stund fanst þeim, að þar væru fleiri, og þeir hugðust mundu reisa þeinr þar tjaldbúðir, ásamt þeirri, sem þeir hugðust reisa handa Kristi.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.