Sameiningin - 01.06.1931, Page 22
i8o
En von bráðar hurfu þessir aðkomumenn, góðir og miklir menn
á sinni tíð, og þegar lærisveinarnir þrir opnuðu augu sín, sáu þeir
engan hjá sér nema Jesú einan, segir sagan.
Eg veit ekki hvað hverfa þarf frá okkur, ég veit ekki hvað
þarf að afkvista, en svona vil ég að sagan okkar endi, endi þegar
svo er komið, að við sjáum ekkert nema Jesú.
Kæru tilheyrendur! Eg þykist vita, aS allir séu mér ekki
samdóma um sumt af því, sem ég hefi sagt i þessu erindi. Eg
bið einungis um sömu viðurkenningu fyrir skoðanir mínar eins
og ég er fús að sýna skoðunum annara. Eg hefi enga heimild
til þess, að telja skoðanir rnínar óskeikular. Má vera að ég
misskilji margt. En ég verð að fara eftir því einu, sem mér
fyrir Guði og samvizku minni skilst vera satt og rétt. Eg kannast
fúslega við það, að skoðanir rnínar hafa með þroska og aldri
breyzt á ýmsar lundir. Eg get ímyndað mér að þær breytist enn
að einhverju leyti, ef Guð gefur mér líf og óbrjálað vit enn um
hríð. Eg veit, að það eitt stendur, sem styðst við sannleikann,
hvað sem skoðunum mínum eða annara líður. Við bróðurlegar
umræður skýrist sannleikurinn. O'g þakklátur vil ég vera öllum
þeim, sem vilja mér leiðbeina í bróðurlegum anda. Fúslega vii
ég breyta skoðunum mínum við það, sem mér virðast gild rök
og góð. Eg hefi reynt það á lífsleið minni, að fátt veitir manni
fullkomnari gleði en það, að láta sannfærast af röksemdum ann-
ars, og það eins fyrir því, þó maður verði að láta af skoðun sjálfs
sín. Við hleypidómalausa athugun eina fær maðurinn þroskast á
vegum sannleikans.
Og fyrir því vil ég njóta góðrar leiðbeiningar bræðra minna,
að
Mig langar, að sá enga lýgi þar finni,
sem lokar að síðustu bókinni minni.
Texti: "Og hann mun dæma meðal margra lýða og skera úr mál-
um voldugra þjóða langt í burtu. Og þær munu smíða
plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum.
Engin þjóð skal sverð reiða að annari þjóð, og ekki skulu
þær temja sér hernað framar.”—Míka, IV, 3-4.