Sameiningin - 01.06.1931, Síða 23
Fyrir þúsundum ára dirföist spámaðurinn Mika aÖ mæla
þessi máttugu orð. Efiaust hafa ýmsir þeirra, sem heyrðu þau,
talið þau draumóra eina. Það er meir að segja rétt líklegt, að
sumir hafi talið spámanninn flón, ef eigi kallað hann vitstola.
Hugsjónamennirnir, þeir er dreymt hafa stærstu draumana og feg-
urstu, hafa ósjaldan verið sæmdir flónsheitinu. Mönnum gleymist
svo oft, að framfarir mannkynsins eiga rót sína að rekja til draum-
landa þess. Þær eru árangurinn af draumum og fórnfúsu starfi
langsýnna spekinga. Slíkir menn ruddu oss braut “til áfangans
þar sem vér stöndum.” Vér byggjum i landnámi þeirra. Ber-
um það í minni áður en vér köllum hina stórfeldu framtiðar sýn
Míka spámannsins—mannkynið sameinað í friði ocj bræðralagi,—
draumóra eina eða heimsku.
Og Míka spámaöur er fjarri því að vera einn um þessa trú
sína. Þessi dýrðlega von um varanlegan frið á jörðu hefir
verið hjartfólgnasti draumur ýmsra af mannanna beztu og göfug-
ustu sonum. Á öllum öldum hafa uppi verið menn, sem verð-
skulda tignarheitið: friðarlietjur, því að "friður á jörðu” var æðsta
hugsjón þeirra. Menn, sem svo hafa verið skapi farnir, hafa
verið prýði hinna ýmsu stétta, lærðra og leikra. En það hafa
eigi sízt verið skáldin, sem langsýnastir hafa verið í friðarmálum.
Tökum tvö dæmi. ítalska stórskáldið Dante, sem uppi var á 14.
öld, ritar í einni af bókurn sínum, af all miklum eldmóði, um al-
heims friðarríki, allsherjar friðarbandalag. Tennyson sá í spá-
dómlegri sýn þann dag rísa af djúpi thnans er hertrumburnar voru
þagnaðar og gunnfánarnir saman vafðir, á allsherjar þingi manna,
í bandalagi allra þjóða.
Var von þessara manna falsvon ein? Var hugssjón þeirra
heimska tóm? reykur og rugl? draumórar einir? Hafa kenningar
þeirra og starf engan árangur borið? Sárt væri að verða að játa,
að svo sé. Það væri sama og að viðurkenna, að vér værum engu
nær, að ráða fram úr einu allra stærsta vandamáli heimsins: út-
rýming styrjakla og hverskonar vígaferla. Bn flestir munu á eitt
sáttir um það, að stærsta og þýðingarmesta viðfangsefni vorrar
aldar eru friðarmálin, að eilífðarmálunum einum undanskilduin.
O'g þrátt fyrir hrakspár efasemdarmanna og háværð léttúðugra
háðfugla, þá segi eg af dýpstu sannfæringu: IJf, starf og kenn-
ingar Míka spámanns og annara friðarvina hafa ekki verið til
einskis. Ekki svo að sklja, að hugsjónin dásamlega um allsherjar-
bræðralag sé orðin að virkileika: því fer fjarri, en þó hefir nokk-
uð miðað í áttina.
Tvent tel ég merkast og áhrifaríkast í friðarmálum á síðast-
liðnum tíu árum: Þjóðbandlaagið og Parísar- eða Kellogg-friðar