Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1931, Síða 24

Sameiningin - 01.06.1931, Síða 24
sáttmálann. Vil ég ræöa nokkru nánar þjóðbandalagið f League of Nations),—stofnun þess og störf. Má óhætt segja, að Banda- lagið sé stórfeldasta tilraun, sem sögur fara af til þess að gera bræðralag allra þjóða að framkvæmanlegunr veruleika. Hug- myndin um bandalag meðal þjóða er gömul, sem bent var á. En sá maðurinn, sem einna drýgstan þátt átti í stofnun þjóð- bandalagsins var Wilson Bandaríkjaforseti, honum til æverandi sæmdar. Mun nafn hans skráð gullnu letri á spjöldum fram- tíðarsögunnar. f Janúar í ár var ellefu ára afmæli þjóðbanda- lagsins. Á því vel viö að rifja upp fyrir sér hið helzta sem Bandalagið hefir áorkaö siðan það var stofnað. En til þess að skilja og meta til fulls starf þess í þágu friðarmálanna, er nauð- synlegt, að gera sér nokkra grein fyrir ástandi því, sem ríkti í heiminum þegar Bandalagið var stofnað, og orsakirnar, senr lágu til þess atburðar. Er styrjöldinni miklu lauk (igiS) var ástandið í heiminum hiö ömurlegasta. Fjárhagslega voru stríðsþjóðirnar að þrotum komnar. Fjögur ár ótrúlegra mannvíga og eyðileggingar höfðu lilaðið byrði harma og hörmunga á allar þjóðir þær, sem þátt áttu i styrjöldinni, byrði, sem enginn fær vegið eða í tölum reiknað; og hlutlausar þjóðir fengu einnig að kenna á afleiðingum hinna gífurlegu blóösúthellinga. Fjögur einvaldsríki höfðu hrunið í rústir að eilífu. Hungur og farsóttir geysuðu viða um lönd. At- vinnuvegirnir voru í kalda kolum og atvinnuleysi því alment. Lánstraust margra þjóða var að engu orðið og peningar höfðu hrunið í verði. Miljónir af þjóðanna efnilegustu og duglegustu sonum—beztu og nýtustu starfsmennirnir—höfðu týnt lifi sínu. Miljónir af hjálparvana ekkjum, munaðarleysingjum og örkumla- mönnum grátbændu um hjálp. Þetta er ófögur mynd, en sarnt er hún ekki of dökkum liturn dregin. Mann sundlar við að hugsa um aragrúa þeirra, sem fallið höfðu á vígvelli eða týnt lifi sínu á annan hátt; engin tunga fær lýst hörmungum þeirn og skelfing- um, sem styrjöldin rnikla olli alstaðar um heim. Styrjaldar böl er sannarlega þyngra en tárum taki. Enginn sá, sem elskar menn- ina, enginn, sem ann framförum mannkynsins, getur litið á stríð og afleiðingar þeirra með köldu jafnaðargeði. “Styrjaldir eru,” eins og núverandi forseti Bandari'kjanna kornst einu sinni að orði, “í eðli sínu eyðileggingarafl, andstæðar framförum mannkynsins.” Mikið verkefni var því fyrir hendi, er að því kom að binda um sárin eftir heimsstyrjöldina, og sernja friö. Var því sízt að undra þó langsýnir friðarvinir og mannvinir vildu koma á fót stofnun, er hindraði framtíðar styrjaldir. Þjóðbandalagið varð ávöxturinn af heitri þrá og ötulli starfsemi slíkra manna, hug-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.