Sameiningin - 01.06.1931, Page 25
i83
sjónamanna, er hvestu sjónir langt inn í framti'Öina og báru fyrir
brjósti velferö komandi kynslóða.
Bandalagið átti í fyrstu örðugt uppdráttar; fáir trúðu á
framtið þess. Hinir voru miklu fleiri, sem hristu höfuð sín spek-
ingslega og spáðu því, að þessi stofnun ætti sér hvorki lifs né
þroskavon; þeir sögðu að hún væri skýjaborg ein, grundvölluð
í heimi ímyndunarinnar en ekki í veröld virkileikans. En hrak-
spárnar hafa ekki ræst. Þjóðbandalagið hefir lifað, starfað og
dafnað á liðnum tiu árum. Og mörgurn þeirra, sem upprunalega
voru vantrúaðir á framtíð þess og starf, hefir snúist hugur. Vin-
um þess og styrktarmönnum fjölga með hverju ári.
A nú við að spyrja: Hvað er Þjóðbandalagið ? Það er
samband landstjórna til eflingar heimsfriði. Það stefnir að því
hvorutveggja, að jafna deilur og varna þvi að þær rísi upp þjóða
á milli. Hver þjóð, sem í Bandalagið gengur, skuldbindur sig til
þess meðal annars að leggja öll deilumál undir gerðardóm Banda-
lagsins og að hlýta úrskurð hans. Fimtíu og fjórar þjóðir eru
nú í Bandalaginu.
Hverju hefir Bandalagið fengið til leiðar komið á þessum
eina áratug, sem það hefir starfað?
Fyrst er þess að geta, að það hefir stuðlað að því, að frið-
samlega var ráðið fram úr eitthvað se.vtán alvarlegutn deilumál-
um, þrætum, sem hefðu getað orðið tilefni ófriðar. Elihu Root,
einn hinn djúpskygnasti stjórnvitrungur Bandaríkja og friðar
frömuður, sagði einu sinni, að svo stórt deilumál væri ekki til, að
ekki mætti ráða fram úr friðsamlega, ef rétt væri með farið, en
hitt væri jafn satt, að ekkert deilumál væri svo smávægilegt, að
það gæti eigi valdið styrjöld, ef rangt væri með farið. Banda-
lagið hefir með öðrum orðurn kæft ntargan þann neista, sem
nægt hefði til að kveikja margt ófriðarbál og eyðileggingar.
En Þjóðbandalagið lætur sig margt fleira skifta. Afvopn-
unarmálið er eitt af stórmálum þess; vopnaður friður hefir reynst
skammvinnur og ótryggur; því er það, að hinir einlægustu friðar-
vinir vorrar aldar vinna ótrauðlega að takmörkun vopnabúnaðar.
Ramsay MacDonald, forsætisráðherra Breta, kvað svo á í ræðu
nýlega, að vissasti vegurinn til að út'rýma hernaðar-hyggjunni hjá
þjóðum væri takmörkun vopnabúnaðar. Að þessu vinnur Þjóð-
bandalagið öfluglega; en þess er ekki vanþörf. Menningarþjóð-
irnar stynja undir ]?ungri byrði skatta, sem varið er til herbún-
aðar. Það er sannarlega ihyglisvert, að merkar mennigarþjóðir
skuli verja meira fé til vígbúnaðar, en mentunar æskulýðsins.
Meðan svo er, er það ofur eðlilegt að styrjaldir blómgist. Þetta
skilst formælendum friðarmálanna fyllilega. Og það er langt