Sameiningin - 01.06.1931, Page 26
frá því aÖ vera lítils virði, að Þjóðbandalagið hefir kent mönn-
unurn, að hugsa og tala um niðurlagning vopna meir en áður
geröist.
Þá er hin víðtæka líknarstarfsemi Bandalagsins, ekki sízt i
þarfir stríðsfanga og flóttamanna. Hundruð þúsundum manna,
sjúkum og illa á sig komnum á j'msan hátt, hefir verið komið til
heimila sinna. Flóttamönnum hefir verið líknað og þeim fengin
atvinna eða hjálpað til að setjast að i löndum, þar sem landrými
var nóg. Dr. Fridtjof Nansen, norðurfarinn alkunni og hinn
mikli mannúðarpostuli, er lézt í fyrra, haföi, fyrir hönd Banda-
lagsins, aðalumsjón með heimflutningi stríðsfanga og flótta-
manna. Stendur öll Norðurálfa, já, allur hinn mentaði heimur,
í þakkarskuld við hann fyrir hans óeigingjarna og ómetanlega
starf. Eg heyrði Dr. Nansen eitt sinn flytja fyrirlestur um áður-
nefnda starfsemi hans; lýsti hann þar svo kröftuglega eymd þeirri
og böli því öllu, sem eru fylgifiskar styrjalda, að mér mun aldrei
úr minni líða.
En ég fæ aðeins stiklað á stærstu steinunum í starfssögu
Þjóbbandalagsins. Hcilbrigffismátin eru mikill þáttur í starfi þess.
Það hefir, með ráðstöfunum sínum, stöðvað útbreiðslu næmra
sótta land úr landi; en sóttgerlar f bakteríurj spyrja ekki um
landamæri eða þjóðerni. 1 þessu sambandi má einnig minna á,
að Bandalagið hefir gert mikið til þess að takmarka sölu ópíums
og annara nautna lyfja, sem eru átumein margs þjóðfélags.
Þjóðbandalagið lætur einnig mentamálin til sín taka. Það
vinnur að því að sameina fræðimenn allra þjóða i allsherjar-
bræðralag. Það starfar og að auknum skilningi milli þjóðanna
með því að hvetja hinar ýmsu landsstjórnir á að kenna tungu-
mál og auka fræðslu um þjóðir þær, sem nú eru uppi. Er þaö
næsta nauðsvnlegt og sannarlega spor í friðaráttina. Hleypidóm-
ar, sem bygðir eru á vanþekkingu einni saman, blinda oss of rnjög
sýn, ekki sízt í alþjóðamálum. En aukin kynni leiða löngum til
skilnings og samúðar bæði meðal einstaklinga og þjóða. Banda-
lagið gengst einnig fyrir kennara og nemendaskiftum milli háskóla
víðsvegar. Er auösætt að hið margþætta mentamálastarf Banda-
lagsins stefnir alt að einu marki: að færa þjóðirnar nær hver
annari.
Þá hafa hér talin verið aðeins hin helztu störf Þjóðbanda-
lagsins. Eg hef til dæmis ekki nefnt hið víðtæka starf þess að
fjármálum ýmsra landa, einkanlega Austurríkis, en fjárhagsleg
viðreisn þess lands er eitt af mestu nytsemdarverkum Bandalags-
ins. Enn má nefna tvent, og langt i frá hið ómerkasta, sem stendur