Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 27
i85
i sambandi við Þjóöbandalagið: Alþjóðadómstólinn í Haag á
Hollandi og alþjóðasamtök um bœtt kjör verkamanna.
Þau eru því ekki fá menningar- og mannúðarmálin, sem
þjóðbandalagið lætur sig skifta. Segja má að það telji sér ekkert
mannlegt óviðkomandi. Það starfar i anda hins sanna mann-
vinar og heimsborgara. Auðvitð dettur samt engutn í hug, að
halda því fram að Þjóöbandalagið hafi ráðið greiðlega eða far-
sællega frarn úr öllum vandamálum, sem það hefir haft með
höndunt. Það er ófullkomin stofnun eigi síður en aðrar mann-
legar stofnanir. Hinu verður þó eigi neitað, að mörgu og miklu
hefir það til leiðar komið á ekki lengri tíma. í raun og veru er það
næsta undravert, hversu mörg og víötæk eru orðin störf þess.
Enda komst einn merkismaður vorrar aldar fSir Philip Gibbs)
svo að orði í fyrra, að það væri hvorki meira né minna en krafta-
verk, hve miklu Bandalagið heföi fengið áorkað á einum tíu
árum. Starfsemi þess hefir sýnt það, að stofnendur þess og for-
mælendur bygðu ekki tómar skýjaborgir; þeir hafa reynst sann-
spárri og langsýnni en menn þeir, sem höfðu þá aö athlægi.
Hefir hér sannast sem fyr, að hugsjónamennirnir, það er að segja,
þeir, sent vinna að framkvæmd hugsjónarinnar jafnframt því að
eygja hana framundan, eru mestu velgerðarmenn mannkynsins.
Þjóðbandalagið hefir því auðsjáanlega stórum stuðlað að
framgangi friöarmálanna. En mikið er enn óunnið; langt er
frá að markinu langþreyða hafi verið náð. Margir tala um
næstu heimsstyrjöldina, rétt eins og hún væri sjálfsögð. Þeir
hinir sömu sjá vitanlega ekki þann sannleika, að önnur heims-
styrjöld yrði hvorki meira né minna en ‘‘grafreitur menningar
vorrar” þ“the cemetery of our civilization”), að ég viðhafi orð
Hoovers Bandaríkj aforseta.
Hvort hugsjónin, sem Þjóðbandalagið vinnur að, hugsunin
um alfsherjarbræðralag, verður að fullu klædd holdi virkileikans,
er komið undir öllum þeim, sem unna réttlæti, sannleika og kær-
leika. Allir friðarvinir hvarvetna verða að taka höndum saman.
Hinir áhyggjusömustu og framsýnustu formælendur friðarmál-
anna eru sammála um það, að hin varanlegasta leið til friðar sé
að skapa fvrst almennan friðarvilja og friðarást í stað hernaðar-
hyggju og stríðstrúar. Dr. Nicholas Murray Butler, forseti Col-
umbia háskólans og forseti Carnegie friðarstofnunarinnar, sagði
svo úr ræðustól fyrir skömmu: “Upplýstur hugsunarháttur al-
mennings gerir meira til eflingar aflsherjarfriði en tugir af milli-
ríkja-ráðstefnum.” Hér getur því hver og einn, í hvaða stöðu sem
er, lagt hönd á plóg.
Úrlausn friðarmálanna hvilir hvað mest á herðum hvers ein-