Sameiningin - 01.06.1931, Síða 28
staklings. Ekki ]?að eitt, að hver og einn sé andvígur styrjöldum
sem lausn á deilumálum þjóðanna; heldur fremur hitt, að hver
karl og kona, sem komin eru til vits og ára, gerist formælandi
friðar og friðsamlegra úrlausna deilumála mannkynsins.
Fyrst verða menn að festa í hug sér þann mikla sannleika,
að Guð gerði af einu blóði allar þjóðir jarðar. Það er vart of
mikið að ætlast til, að kristið fólk, og sæmilega skynsamt, liti
með sanngirni á áhugamál annara þjóða eigi síður en sinnar
eigin. Menn verða að temja sér, að meta mennina sem menn,
sem dætur og sonu hins sama föður, ekki fyrst og fremst sem
Englendinga, Ameríkumenn, Kínverja eða íslendinga.
í öðru lagi, verður niönnum að lærast, að fagna yfir kost-
um og hæfileikum annara þjóða, rétt eins og menn gleðjast yfir
mikilleik vina sinna. Að meta ágæti annara þjóða rýrir ekki
ættjarðarást vora; þaö gerir hið gagnstæða; það göfgar hana.
Hroki, hvort sem er hjá einstaklingum eða þjóðum, er viðbjóðs-
legur: sæmir hvorki mentuðum manni né mentaþjóð. Það er
lítill þroskavottur, að geta ekki unnað þjóð sinni einlæglega, en
jafnframt látið aðrar þjóöir njóta sannmælis.
Þá er hið þriðja, sem menn verða að temja sér eigi friðar-
hyggjan að útrýma hernaðarhyggjunni, og það er örðugast að
læra. En það er þetta: að meta velferð mannkynsins í heild sinni
meira en rétt þjóðar sinnar. Eg trúi því sem sé, að rétt eins og
einstaklingurinn lifir fyrir fjölskylduna, fjölskyldan fyrir sveit-
ina eða borgina, sveitin eða borgin fyrir þjóðfélagið, þannig eigi
þjóð hver að lifa fyrir mannkynið. Eg fæ ekki séð, að nein þjótS
hafi innt af hendi hlutverk sitt nema að hún hafi lagt sinn fulla
skerf til velferðar og menningarmála mannkynsins.
Og engum ættu friðarmálin að vera hjartfólgnari en oss, sem
kristnir heitum. Vér teljum oss fylgjendur hans, sem kallaður
var, og það með réttu, friðarhöfðinginn. Vér segjum að lögmál
kærleikans sé æðsta lögmál lífsins; en samt halda kristnar þjóðir
áfram að vígbúast af kappi. Kristnir menn fá ei þjónað Kristi,
friðarhöfðingjanum, og Þór, herguðinum, samtímis. 'VVellington
hershöfðingi hafði rétt að mæla, er hann sagði: “Styrjaldir eru
ekki samræmanlegar við kenningar Krists.” Samkvæmt trúar-
játning vorri, ættu friðarmálin að standa nær oss kristnum mönn-
um en nokkrum öðrum. Hinum mikla skörungi meðal kirkju-
höfðingja, Nathan Söderblom, erkibiskupi í Uppsölum, fórust svo
orð nýlega, að það væri kristileg skylda að trúa á hugsjón þá, sem
Þjóðbandalagið byggir starf sitt á. Hann sagði ennfremur:
“Skelfileiki styrjalda og kenningar frelsara vors um kærleika og
bræðralag, sem andstæðar eru þjóðarhroka og hatri, ætti að vera