Sameiningin - 01.06.1931, Qupperneq 29
187
kent i kverinu og öörum kenslubókum, í skólurn og frá prédikunar-
stól, betur og öflugar en kirkjan hefir nokkru sinni gert hingað
til.” Vissulega er það í fullu samræmi við anda Krists og kenn-
ingar hans, að trúa á alsherjar bræðralags-hugsjónina og stuðla
að framgangi hennar.
Eflaust verða efasemdarmennirnir til að segja oss, að vér
séunr að færast i fang það, sem ómögulegt sé að framkvæma. Lát-
um þá eigi telja oss hughvarf. Menn eru ávalt að afreka hið
ómögulega. Hversu margir efuðu ekki, að flogið yrði austur
yfir Atlanzhaf áður en Lindbergh sýndi það í verki. Sannleik-
urinn er sá, að öll mestu velferðarmál mannkynsins verði fvrst til
á heiðhimni hugsjónanna. Hvar er sú framkvæmd, sem nokkurs
er verð, sem eigi var fyrst draumur einn ? Hver einasta af hinum
dýrðlegustu dómkirkjum heimsins var fyrst til i huga byggingar-
meistarans. Llræðumst því eigi stóra drauma. Þeir fæða af sér
fyr eða síðar stórverk mannkynsins. Fvlgjum spámanninum i
spor; störfum að framkvæmd hugsjónar hans, hugsjónarinnar
miklu, þeirrar, að sverðunum verði breytt í plógjárn. Um eitt
norska merkisskáldið gengur sú sögn, að hann hafi jafnan borið
í vösum sinum fjölda frælcorna, er hann svo dreifði þar sem leið
hans lá. Plöntum sæði friðarins hvar sem leið vor liggur, í hvers-
dagslífi voru, þjóðlífi og afskiftum vorum af alþjóðamálum. Þá
erum vér sporgöngumenn og samherjar Míka spámanns og annara
friðarvina. Þá erum vér sannir þegnar konungs kærleikans og
sannleikans, sjálfs Krists, friðarhöfðingjans mikla.
Eg lýk máli minu nreð þessum fögru og kröftugu oröum
Guðmundar skálds Guðmundssonar:
“Friðarins Guð, ’in hæsta hugsjón mín,
höndunum lyfti ég í bæn til þín!
Kraftarins faðir, kraftaverkið gjörðu
Gefðu mér dýrðar þinnar sólarsýn.
Sigrandi mætti gæddu ljóðin mín,—
sendu mér kraft að syngja friö á jörðu.”
Dýrð vorsins
Eftir séra Sig. Ólafson
104. Sálm.
Það er undra fagur vorblær yfir orðum sálms þessa. Hér er
talað máli fegurðar, sem að allir skilja. Kærkomiö er vorið öllum
þeim, er norðlægar stöðvar byggja. Aldrei fagna íslands börn