Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1931, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.06.1931, Qupperneq 31
—~‘þú endurnýjar ásjónu jarðar.” Vorið, mcð áhrifum sínmn, eyðir kulda og klaka í hjörtum vor mannanna. Eins og vorsólin 'blessuÖ, gyllir hauÖur og haf, þannig er þaÖ að vori til, sem hinn helgi blær GuÖs undra kærleika, á greiðari aðgang að hjörtum mannanna, en ella. Eins og vorsólin leysir klakaböndin af vötnunum og úr yfirborði jarðar, þannig nær helgur andi Guðs til sálnanna. Svo vill og til að hinn fagri boð- skapur guðsorðs: upprisa frelsara vors, hin ljúfa frásaga urn dvöl hans með lærisveinunum við Galileavatnið, uppstigning hans, og síðasta kveðja til lærisveinanna;—ásamt sendingu heilags anda; þessir undursamlegu tónar frásögunnar um hann, íalla svo eðli- lega saman við fegurstu hugsanirnar, er sálir vorar fela i djúpi sínu, er voriö—og vorhugsanirnar ná til að leiða á yfirborðið. Eins og klakaböndin hverfa af yfirborði jarðar, þannig hverf- ur klakkinn og kuldinn úr sálum vorum. Það er hægara að vori til en endranær, að rétta bróðurhönd —að mæta mótstöðumanni sínurn á miðri leið,—og leitast við, “að því er í voru valdi stendur að eiga frið við alla menn.” Það er. að vori til, að fegurstu vonir, er sálir mannanna hafa nokkru sinni látið sig dreyma um, verða að helgri vissu hverju trúuðu hjarta. Upprisan er vorsins helga hátíð. Gleðin í gjör- vallri náttúrunni hið ytra, samhljóma við hina andlegu gleði hverr- ar trúaðrar sálar. Eilíft vor biður vor, að vetri lífsins loknum. Drottinn vekur blómin til lífs, með hverju nýju vori; hann gerir vonir barna sinna að helgri vissu. Hann græðir öll sár, og þerrar öll tár. Vetur lífsins er hverfandi. Vorið og sumarið varir. Sálir vorar fagna upprisunni í náttúrunni, og gleðjast í öruggleika þeirn, sem trúin veitir um framhald lífsins,—fyrir upprisu frelsara vors. Með skáldinu segjum við: “Um eilíft vor hann von mér gaf, Er vetur æfi þver; Sjálft lífið gröf er gengið af :það gleði dýrst mér er.”: Ur gömlum dagbókum Eftir Séra Sig. S. Christopherson Eg mætti gera þá skýringu, þegar í byrjun, að þessar dag- bækur eru frá dögum þeirra Marteins Lúters, Melanktons, og samtíðarmanna þeirra. Þær byrja fyrir daga siðbótarinnar, eða

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.