Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.06.1931, Blaðsíða 32
á uppvaxtarárum Lúters, eru því í byrjun ritaðar frá rómversk- kaþólsku sjónarsviði. Dagbækurnar sýna, hve ófullnægjandi svar kirkjan gaf, hinu leitandi mannshjarta á ]?eim dögum. Hjartað ræðir i bókum þess- um hin innilegustu, viðkvæmustu og helgustu mál, en höndin færir það í letur. Djúp mannlegs hjarta er gert ljóst fyrir lesand- anum. Margur kannast við það, sem þar er sagt. H'in barnslega einlægni og löngun eftir svari, upp á hinar mörgu raunaspurn- ingar, fyllir huga manns viðkvæmni. Eg þekki enga bók, sem fjallar með meiri viðkvæmni um helgimál hjartans. Það koma fram afar skýrar myndir af Lúter og samtíðar- mönnum hans, og tímanum, sem þeir lifðu á. Eg hefi hugsað mér að senda kafla af og til úr Dagbókum þessum, vænti ég þess, að lestur þeirra verði mönnum til ánægju, eins og það hefir verið mér. Dagbækur þessar eru kendar við Schönberg-Cotta fjölskyld- una, því þeir, sem rita, eru aðallega tilheyrandi henni: Friðrik, Else, o. fl. Dagbækurnar, eins og þær birtast fyrir almennings sjónum, eru sagðar aðeins útdráttur úr þeim ritum, sem bera það nafn. Þær eru frumritaðar á þýsku og þýddar á enska tungu. Frá- sagnirnar eru í fullu samræmi við það, sem finst í öðrum bók- um, ritað af Lúter sjálfum og öðrum. Saga Elsu Friðrik vill eg haldi dagbók yfir æfi mína. Friðrik er elsti bróðir minn. Eg er sextán ára og hann er seytján. Eg er vön- ust að láta að óskurn haris í öllu, og þó mér þyki þessi ósk hans undarleg, býst ég við að verða að gera hana. Það er létt fyrir Friðrik að halda dagbók og skrifa hvað sem hann vill, því hann er rikur af hugsunum, en ég er fátæk i þeim efnum. Eg get ekki skrifað um annað en það, sem ég sé og heyri um menn og algenga hluti. Það er ekki mikið um það að rita, því flest gengur sinn vanagang, aS þvi er okkur snertir. Fólkið er það sama nú og það var þegar ég var ungbarn. Það hefir lítil breyting orðið. Þó fer fólkinu heldur fjölgandi, þvi svo mörg ungbörn eru nú í fjölskyldunni okkar, en ég get ekki betur séð, en hlutum heimilisins fari fækkandi, því faðir okkar er ekkert að verða ríkari, en margir að fæöa og klæða. Faðir okkar er prentari, og af því að nóg er til af bleki og pappír, þá held ég verði að láta að ósk Friðriks, og skrifa eitt- hvað. Eg og Freddi höfum aldrei skilið þar til nú. í gær fór hann til háskólans í Erfurt. Þegar ég var að gráta út af því að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.